Morgunn - 01.12.1952, Page 24
102
MORGUNN
í eldhúsinu og bakaði pönnukökur. Þar mun þá einnig hafa
verið slangur af gestum, m. a. Halldór Benediktsson, Jó-
hann Tryggvason, svo og Jóhanna húsfreyja. Hafði þá
María orð á því, hvort engin töng sé til að skara í eldinn
með. Varð þá Jóhönnu að orði, að hún væri nú farin eins
og annað. En rétt um leið og hún talaði þessi orð, sáu
viðstaddir, hvar töngin kom svífandi niður um eldhús-
strompinn. Greip María hana fengins hendi, enda mátti
segja að hún kæmi sem kölluð og í góðar þarfir.
Ég mun nú láta staðar numið með frásögn af atburðum
þessum, enda þótt af nógu sé að taka, eru atburðirnir svo
líkir hver öðrum, að það yrði aðeins um smábreytingar
að ræða.
Þó ætla ég að lokum að segja hér frá einu atviki enn.
Svo virtist sem öfl þau, er hér voru að verki, kynnu því
illa, ef einhver rengdi eða bæri brygður á tilveru þeirra.
Og væri þeim ögrað, brást varla að þau svöruðu fyrir sig,
samanber húfuna hans Árna.
Eins og gefur að skilja, var ekki um annað meira talað
norður þar meðan á þessu stóð, og þóttist sá varla maður
með mönnum, sem ekki hafði séð eitthvert af Hvamms-
undrunum.
Varð mörgum á að telja þetta hindurvitni eitt, og jafn-
vel skröksögur, meðan þeir sáu ekkert eða reyndu sjálfir.
Einn úr þeim hópi var bóndi einn úr næstu sveit, er kom
að Hvammi meðan á atburðum þessum stóð. Kom hann
fyrst í efri bæinn til Arngríms Jónssonar, föður míns. Tal
þeirra barst fljótt að atburðunum í neðri bænum, og hafði
gesturinn þá mjög í flimtingum, og taldi þá hindurvitni
ein og skrök. Þótti föður mínum nóg um, og stakk upp á
því, að þeir færu niður í neðri bæinn, ef ske kynni að þeir
fengju að sjá eitthvað eða heyra. Þeir gengu fyrst inn i
eldhúsið, því að þar virtist oft fljótlegt að svala forvitn-
inni.
1 eldhúsinu stóð blikkfata, sem safnað var í skolpi og
öðrum óþverra. Þegar þeir faðir minn og gesturinn fóru