Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 25

Morgunn - 01.12.1952, Page 25
MORGUNN 103 að lita kringum sig í eldhúsinu, hófst fatan á loft og hvolfdi innihaldi sínu yfir gestinn, sem ekki taldi sig þurfa að sannfærast betur, og hélt þegar heimleiðis allhvatlega. Hvað var hér að gerast? munu margir spyrja. Fjöldi af málsmetandi og merku fólki horfir á hluti, sem færast úr stað, svífa í lausu lofti eða eru brotnir og eyðilagðir bak við lás og loku. Almennust skýring hefur verið sú, að setja atburðina í samband við miðilshæfileika Ragnheiðar Vigfúsdóttur, þótt þeir út af fyrir sig væru aldrei reyndir. En víst er það, að atburðir þessir, sem ollu talsverðum skaða og miklum óþægindum, féllu henni mjög þungt. Enda var hún góð stúlka, sem ól hlýjar tilfinningar til fósturforeldra sinna, og hefði af sjálfsdáðum aldrei unnið hvorki þeim eða öðrum tjón. Sumir hafa viljað setja atburðina í samband við svefn- göngur Ragnheiðar, en það fær varla staðizt vegna þess, að atburðirnir gerast engu síður að dagtíma, þegar hún er vakandi og jafnan við störf sín. Aftur á móti verður ekki fram hjá því gengið, að at- burðirnir gerðust yfirleitt í nálægð hennar. Og þegar hún fór að fara upp í efri bæinn, til að hvíla sig frá þessum ósköpum, eins og hún orðaði það, datt allt í dúnalogn á meðan. Fór hún því að lengja dvöl sína bæði í efri bænum, og eins að fara yfir að Hallgilsstöðum, sem er örskammt frá Hvammi, og bar aldrei á neinu í fjarveru hennar. Eitt sinn er Ragnheiður dvaldi að Hallgilsstöðum, það var rétt áður en hún fór alfarin frá Hvammi, kom margt gesta að Hvammi, en þar var þá dauður bær, sem kallað var, svo að sent var eftir Ragnheiði. Byrjuðu þá strax hinar venjulegu hreyfingar, jafnvel áður en hún var kom- lr> alla leið heim að Hvammi. Allir söknuðu Ragnheiðar, þegar hún fór frá Hvammi úteð svo óvenjulegum hætti. Hún var góð stúlka, sem ávann sér ást og virðing allra, sem kynntust henni.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.