Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Side 27

Morgunn - 01.12.1952, Side 27
Undir fíkjutrénu, prédikun eftir séra Jón AuSuns, flutt í dómkirkjunni 19. sunnudag eftir trinit. 1952. ★ Texti: „Daginn eftir hafði hann í hyggju að fara til Galíleu, og hittir Filippus; og Jesús segir við hann: Fylg þú mér! ... Filippus finnur Natanael og segir við hann: Vér höfum fundið þann, sem Móse hefir ritað um í lög- málinu og spámennirnir, Jesúm Jósefsson frá Nazaret. Og Natanael sagði um hann: Getur nokkuð gott verið frá Nazaret? Filippus segir við hann: Kom þú og sjá. Jesús sá Natanael koma til sín og segir um hann: Sjá, sannar- lega er þar ísraelíti, sem ekki eru svik í. Natanael segir við hann: Hvaðan þekkir þú mig? Jesús svaraði og sagði við hann: Áður en Filippus kallaði á þig, sá ég þig, þar sem þú varst undir fíkjutrénu. Natanael svaraði honum: Rabbí, þú ert guðssonurinn, þú ert ísraelskonungur ...“ Jóh. 1, 44—50. Natanael er ein af þeim persónum guðspjallanna, sem koma skyndilega fram á sjónarsviðið, en hverfa jafnskyndi- 'Gga aftur, en mikil saga þeirra er þó stundum sögð í fá- um orðum. Þessar persónur frumkristninnar koma ein og eiu fram á sjónarsviðið úr fylkingunum miklu, sem eru gleymdar og enginn kann lengur að nefna. Gleymdar, Segjum vér, af því að þér þekkjum ekki sögu þeirra, og þó er engin mannssál gleymd, þótt hún lifi fyrir utan það °Segjanlega litla og þrönga svið, sem sjón vor nær yfir. ^illjónirnar, sem lifðu samtíma Natanael, eru oss gleymd- ar> og þó eru þær til enn og hafa átt sína tvö þúsund ára Segu einhvers staðar í þeim híbýlum í húsi föður vors, sem vér þekkjum ekki, og hafa þokazt þar áfram á ókunn-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.