Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Side 32

Morgunn - 01.12.1952, Side 32
110 MORGUNN ans, en verður þó að berjast, því að líf þess stefnir að þeim markmiðum, sem sjálfur hann hefur sett hverri ódauðlegri sál. Einn þátturinn í handleiðslu hans er sá, að hann felur helgum þjónum sínum að vaka yfir jarðnesk- um mönnum. 1 gegn um trúarbók vora, heilaga Ritning, gengur sem rauður þráður trúin á englana, trúin á það að vemdandi verur séu oss nálægar. Ég hygg, að vér, sem hér erum saman, þekkjum Ritninguna svo vel, að ég þurfi ekkert dæmi að nefna af ótal mörgum bæði úr Gamla testamentinu og því nýja. Og af nútímareynslunni hafa fjölmargir sannfærzt um þessa hliðina á handleiðslu Guðs, bæði í svefni og vöku. Þessir helgu þjónar eiga Krists- augað: augað, sem sér í gegn um fjarlægðina alla þá, sem undir fíkjutrénu sitja, alla þá, sem í fjötrum ófullkomleik- ans eru að berjast harðri baráttu. Englarnir, sem heilög Ritning talar tíðum um, afstýra ekki öllum vandræðum vorum. Bæði geta þeir það ekki, þeir tilheyra ekki hinu jarðneska efni og hafa mjög takmarkað vald yfir því, og eins er það fráleitt vilji Guðs, en honum þjóna þeir. En þeir vaka yfir mannsbarninu á jörðunni og reka á þann hátt erindi Guðs, að þeir anda friði og krafti að sálu bar- áttubarnsins, þeir starfa í þjónustu hins eilífa kærleika að því, að veita innblástur guðsbarninu, sem í viðjum efnisins er að þokast hægum skrefum að takmarkinu, sem Guð ætlar því að ná. Margir einstaklingar hafa fundið blessun og styrk, fund- ið sálarfrið á erfiðustu stundunum í þessari trú. Þessa hliðina á handleiðslu Guðs hefur þeim orðið auðveldast að skilja. Þeim hefur fundizt sem himnesk rödd hvíslaði hljóð- lega í eyra þeim: „ég sá þig, þar sem þú varst undir fíkju- trénu“. Hverjir veita oss þessa þjónustu? Það vitum vér ekki til fulls. Stundum þeir, sem elskuðu oss heitast meðan þeir dvöldu á jörðunni, stundum einhverjir aðrir. En svo virðist sem allt þetta heilaga starf sé á einhvem dular- fullan hátt unnið í þjónustu Krists og undir merkjum hans, að á einhvern hátt standi hann enn á bak við þetta

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.