Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 33

Morgunn - 01.12.1952, Page 33
MORGUNN 111 allt, — hann, sem forðum sá Natanael, sem í fjarlægð sat undir fíkjutrénu, barðist þar baráttu sinni. Síðari frásögnin, sem vér eigum, um samfundi Natanaels °g Krists er sú, að upprisinn birtist Kristur honum við Tíberíasvatnið. Hvílíkur fögnuður hefur ekki farið um Natanael, þegar hann sá lausnara sinn þar! Einnig vér eigum að fá að sjá hann. Ekki svo, sem kennt hefur verið, að vér förum til hans, þegar vér hverfum af jörðunni, förum til hans í bókstaflegum skilningi. Sem Persóna dvelur hann fráleitt í þeim heimum, sem enn verða um langan aldur heimkynni vort eftir að vér hverf- um af jörðunni. En markmið tilveru vorrar er hann, — takmarkið, sem faðirinn himneski hefur frá öndverðú sett hverri sál, er að bera þá dýrðarmynd, sem hann bar. Brot þeirrar dýrðar sáu dauðleg augu Natanaels við Tíberías- vatnið. Fylling þeirrar dýrðar á að fæðast í oss. Þess vegna vaka himnesk augu yfir hverjum þeim, sem undir fíkjutré sorganna, baráttunnar, efasemdanna, synd- anna situr, — og þau vaka í Jesú nafni. „Reynsla þessa vitranamanns isetur oss renna grun í, að mannssálin og manneðlið sé Undursamlegra en vér gerum oss tíðast grein fyrir. Hún aetti að geta hjálpað oss til að opna augun fyrir því, hve heimskir vér erum, þegar vér trúum þvi, að vér séum ekk- ert annað en þessi jarðneski líkami, og — tökum að hegða °ss eftir því.“ Próf. Haráldur Níelsson: Lífió og ódauöleikinn. — Bókin fæst I skrifstofu S.R.F.l. og er send gegn eftirkröfu hvert á land sem er.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.