Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Side 35

Morgunn - 01.12.1952, Side 35
Sálarrannsóknirnar og vísindin. Eftir PALMSTIERNA, barón. ★ Palmstierna barón, höfundur greinar þeirrar, er hér fer á eftir, er kunnur merkismaður, um alllangt skeið sendiherra Svía í London. Hann hefur á síðari árum ritað allmikið um sálarrannsóknir og hafa ritgerðir hans vakið athygli. Greinin, sem birtist hér í lauslegri þýð- ingu, kom í tímaritinu Light árið 1951. — E. Loftsson. Eins og sakir standa nú, þykir mér full ástæða vera til að taka grundvallar vandamál sálarrannsóknanna að nýju til gaumgæfinnar íhugunar. Vér hljótum þá að spyrja með sjálfum oss: Er mögulegt að reka sálarrannsóknirnar að öllu leyti í samræmi við ýtrustu kröfur um vísindalegar starfsaðferðir? Brautryðjendur sálarrannsóknanna héldu að vísu fram þeirri skoðun, að vísindalegar aðferðir bæri að nota við þessar rannsóknir, en þeir voru jafnframt víðsýnir menn °g frjálslyndir. Þeir plægðu nýjan jarðveg og söfnuðu kynstrum af heimildum, áhugasamir um að rannsaka sér- hvað það, er barst þeim í hendur. Þeir áttu áræði og dirfsku hins sanna áhugamanns í ríkum mæli og voru óháðir öllum fræðilegum sjónarmiðum í rannsóknum sín- Um og athugunum. Allir höfum vér vafalaust veitt því athygli, að nýtt við- horf til þessara mála hefur verið að skapazt hægt og hægt hin síðari ár. Skilyrðislaus neitun á sannleiksgildi alls þess, sem ekki hafi verið sannað með vísindalegum tilraunapróf- um,fer þverrandi.Rannsóknastarfið hefur síðustu áratugina Verið rekið með það sjónarmið í huga, að gera sálarrann- sóknirnar að sérstakri vísindagrein og kröfurnar um vís-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.