Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 37

Morgunn - 01.12.1952, Page 37
MORGUNN 115 þessara sálrænu skynhæfileika hefur nú verið sannaður með vísindalegum prófum. Þetta er vitanlega spor í rétta átt og skylt að viðurkenna mikilvægi þess. Þá er og sennilegt, að hliðstæðum vísindalegum rann- sóknaaðferðum megi og beita við önnur þau fyrirbrigði, er unnt reynist að fá endurtekin nægilega oft, til þess að niðurstöðurnar verði birtar og staðfestar með áðurgreind- Um hætti. Prófessor Rhine hefur nú slíkt starf með hönd- um ásamt fleirum. Eins og kunnugt er, notar hann ten- ingavarp til rannsóknar á því, hvort viljaeinbeiting manns- ins, máttur hugananna eða andleg starfsorka vitundarlífs- ins fái valdið beinum áhrifum á orkusamband það, sem áður hefur verið nefnt þétt eða fast efni. Þetta er nú gott og blessað, svo langt sem það nær. En er það nú hugsanlegt eða sennilegt, að þessum og þvílíkum rannsóknaaðferðum verði beitt í framtíðinni með hagnýt- um árangri við allar tegundir hinna sálrænu fyrirbrigða, einkum þau þeirra, er mestu varða manneðlið? Er hugsan- legt að þeim fyrirbrigðum verði nokkuru sinni haslaður völlur innan veggja rannsóknaherbergjanna? Væri það rétt eða hugsanlegt að ala vonir með sér um slíkt, væri það yfir höfuð skynsamlegt? Ég hygg, að vér séum nú staddir á vegamótum í sálar- rannsóknastarfinu, eða að minnsta kosti að nálgast þau og vér hljótum að verða að horfast í augu við vandamál þau, sem framundan eru og takmarkanir þær, sem við oss blasa. Á meðan áherzlan er á það lögð, að safna gögnum um sálræn fyrirbrigði, meta og vega efnisatriði þeirra, er vandinn ekki mikill. Meginatriðið er þá ná- kvæmni og samvizkusemi. En þegar nauðsyn krefst að farið sé að vinna úr vottfestum og sannanatryggðum heim- ildum varðandi sálræn fyrirbrigði breytilegra tegunda, fer málið að vandast. En einmitt nú verðum vér að horfast í augu við þessa staðreynd, gefa gaum að þvi, hvar vér erum staddir á veginum. Þegar vér beinum athygli vorri frá þessum vettvangi

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.