Morgunn - 01.12.1952, Page 38
116
MORGUNN
rannsóknanna, söfnun gagna og heimilda til flokkunar og
röðunar samkvæmt efni og snúum oss að eðliseinkennum
þeirra, förum svo að velta fyrir okkur, hvemig þau muni
nú gerast í raun og veru, hver sé hugsanleg orsök þeirra
og tilefni, þá rekumst vér á örðugleika nýrrar tegundar.
Vér vitum þegar t. d. að taka, að til sönnunar hugsana-
flutnings- og skyggnifyrirbrigðunum er aragrúi af stað-
festum og vottuðum frásögnum, en frá visindalegu sjónar-
miði vitum vér svo til ekkert um, hvernig þau gerast, að
því undanteknu, að efnisrænar fjarlægðir takmarka þau
ekki að neinu leyti. Því hefur þegar verið slegið föstu
að efnisatriði þessarar þekkingar, sem þau hafa að geyma,
berist inn í vitundina eftir sálrænum leiðum. En — hver
er það nú, sem hugsar og sér, sem fær lesið hugsanir,
skráð og numið myndir hlutrænna atburða og sagt frá
einum og öðrum atvikum, er gerast handan við skynrænt
athafnasvið líkamlegra skyntækja og skilningarvita? Er
maðurinn ef til vill búinn einhverju líffæri, sem þessu fær
afrekað? Getur sennilegt talizt, að visindamanninum takist
að uppgötva þetta með venjulegum rannsóknaraðferðum?
Auðsætt er þó, að starfs- og greiniorka slíks skyntækis
er óháð tíma og rúmi, en hvorki hefur reynzt unnt að
staðsetja það eða uppgötva með mælitækjum vísindanna.
Sálfræðingarnir tala um sál eða vitund, en þetta eru
bara orð, tvíræðrar merkingar og segja ekki hið minnsta.
Vér notum einatt orð „til þess að hilma yfir vanþekkingu
vora“, sagði Goethe eitt sinn. Hátternisfræðingarnir neita
jafnvel með öllu að til sé sérstakt líffæri, er hugsi og
skynji áhrif, það, er vér nefnum sál, er aðeins samnefnari
eða heildarútkoma þess, er vér reynum og lifum dag hvem.
Sálfræðivísindin virðast þess heldur ekki megnug að ráða
fram úr gátunni. En alþýðumaðurinn ályktar að sálar-
rannsóknimar hafi endur-uppgötvað mannssálina. Vér
stöndum andspænis ráðgátu, sem í senn er heimspekilegs,
háspekilegs og trúræns eðlis. Oss hefur þegar borið út
fyrir hin viðurkenndu landamæri vísindalegra rannsókna.