Morgunn - 01.12.1952, Side 42
120
MORGUNN
sig engu varða andúð eða samúð þeirra, sem þátt taka í
tilraununum eða stofna til þeirra. Hins vegar höfum vér
sannfærzt betur og betur um það í sambandi við athug-
anir og rannsóknir á sálrænum fyrirbrigðum, að árangur
af þeim tilraunum veltur mjög á persónulegum viðhorf-
um þeirra, sem þátt taka í þeim. Reynslan staðfestir hér
sem annars staðar, að „líkur sækir líkan heim“. Persónu-
leg áhrif verða ekki mæld með mælitækjum vísindanna
enn sem komið er, en þeir, sem mesta og víðtækasta
reynslu eiga í þessum efnum, fá ekki komizt hjá að taka
fullt tillit til þessa. Við framkvæmd visindalegra rann-
sókna gerir tilraunamaðurinn sér far um að útiloka per-
sónuleg áhrif sín, en á sviði sálarrannsóknanna eru þau
mikilvægt atriði til hagnýts árangurs.
Ég tel rétt að skýra þetta örlítið nánar. Mér þykir
margt benda til þess að nýr áfangi sé nú að hefjast í
sögu mannkynsins. Hægt og hægt virðast menn vera að
öðlast fyllri skilning og sannari þekkingu á eðli alheimsins,
og nú þegar virðast hinar nýju uppgötvanir á þessu sviði
vera að færa oss heim sanninn um æðaslátt lífs og anda
í alheimi víðum, og snertiskynjun við lífrænan alheim
virðist nú gerast tíðar en áður. Margir í hópi vorum eru
nú haldnir sterkri þrá eftir að hljóta meiri fræðslu og
þekkingu frá æðri vitundarsviðum hans. Sannleiksleit
margra beinist nú einkum að þessum þætti sálarrannsókn-
anna, en vér getum heldur ekki lokað augum fyrir því, er
torveldar hagnýtan árangur í þeirri viðleitni. Hjá sumum
virðist kenna nokkurrar óánægju yfir því, að tilraunir til
fræðslu um þetta handan yfir handamærin séu lítt í sam-
ræmi við þrár og vonir leitendanna. Það, er þeim sé sagt,
sé iðulega svo hversdagslegt og smávægilegt, að lítið sé
á því að græða. En þrá þeirra beinist eigi að síður að
þessu, og mörgum er það nú umhugsunarefni, hvernig
ráða megi bót á þessu.
Vér horfumst þá í augu við eitt vandamálið enn, sem
liggur fjær vettvangi vísindalegra rannsókna en nokkurt