Morgunn - 01.12.1952, Side 43
MORGUNN
121
annað atriði í sálrænni reynslu. Vér vitum eigi að síður
að andlega þroskaðir og göfugir leitendur hafa í sannleiks-
leit sinni öðlazt samstillingu við vitundarsvið, þar sem
sannleikurinn á óðöl og átthaga. Þeir menn, sem frá
slíku hafa að segja, hafa að vísu ekki klæðzt einkennis-
búningi vísindamannsins, en er göfgi hugans og heiðríkja
sannleikshollustunnar lakari meðmæli að dómi vorum,
þegar um það er að ræða að bera sannleikanum vitni,
heldur en stimpill vísindamennskunnar, án þess að ég vilji
á nokkurn hátt varpa hinni minnstu rýrð á afrek vísinda-
legra rannsókna?
Þeir menn, sem lengst hafa komizt í leit sinni, segja oss
að leiðin til sannleikans standi öllum opin, en viðurkenna
jafnframt, að hún sé torfær og örðug. Eitt af meginskil-
yrðunum til þess að hagnýtur árangur náist, er að leit-
andinn temji sér siðræna göfgi, hreinleik í hugsunum, orð-
Um og athöfnum og auðmýkt gagnvart sannleikanum og
höfundi hans. Án þessa veganestis fái leitandinn aldrei
náð samstillingu við uppsprettulindir sannleikans. Þetta
gildir vitanlega ekki aðeins um einstaklinginn, heldur og
alla þá, sem með einhverjum hætti stofna til samvinnu í
t>eim tilgangi að ná samstillingu við æðri þroskasvið. Sið-
rffin göfgi og andlegur þroski miðilsins ræður hér einnig
miklu um, en þetta gildir einnig um þá, sem með honum
starfa. Kvartanirnar um hversdagslegt hjal og fánýta
fræðslu handan yfir landamærin, sem nú gætir talsvert
°g ekki að öllu án tilefnis, myndu brátt hjaðna og verða
að engu, ef menn gerðu sér þetta nægilega ljóst. Fram
hjá því verður ekki komizt, að persónuleg viðhorf og sið-
r®n göfgi eru atriði, sem miklu varða í leitinni að sann-
ieikanum. Efniviður sálrænnar reynslu er svo fjölþættur
°g úr margvíslegum þráðum slunginn, að full ástæða er
til að spyrja, hvort viðleitnin til þess að gera sálarrann-
sóknirnar að sérstakri vísindagrein eigi fullan rétt á sér?
Ég hef nú reynt að gefa stutt yfirlit yfir ástand þessara
^hála, eins og mér virðist það vera nú, og hugleiðingar