Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 46

Morgunn - 01.12.1952, Page 46
124 MORGUNN að fundargesti, kom „Ragna“ og tók að lýsa og segja frá ýmsu fólki, er hinumegin væri.*) Að lítilli stundu liðinni beindi hún orðum sínum til mín og sagði, að hjá mér stæði maður, nýlega kominn til þeirra, meðalmaður á vöxt, nokkuð fullorðinn. Hann hefði gegnt þýðingarmiklum störf- um okkar megin, væri kraftmikill og duglegur, glaðvær mjög, en þó stundum alvörugefinn og innst inni mjög alvar- lega hugsandi. Þessa lýsingu gaf Ragna án þess að vera nokkurs spurð. Hún kvað okkur oft hafa ræðst við um þýðingarmikið mál. „Hann heitir Þorkell Teitsson," sagði hún allt í einu. „Þið töluðuð einmitt um þetta, — og nú er hann búinn að reyna það.“ Mér fannst þessi stutta lýsing koma vel heim við þann, sem nefndur var, Þorkel heitinn Teitsson, póst- og sím- stjóra í Borgarnesi, sem var landskunnur maður og þá látinn fyrir skömmu. Það, sem hún sagði um samtöl okkar, var hárrétt. Nú segir Ragna, að til mín sé kominn annar maður, hár vexti, en ekki að sama skapi þrekinn. Hann sé glaður og dugnaðarlegur og hafi farið yfir um fyrir 19 eða 20 árum. Ingimar grípur þá fram í og spyr, hvort heldur sé. „Eru það 20 ár?“ spyr hann svo. „Nei,“ svarar Ragna strax, „nítján ár. Hann fór í ágúst 1931.“ Síðan heldur hún áfram: „Hann hafði mjög mikinn áhuga fyrir músik, spilaði mjög vel á orgel, stjómaði söng og samdi meira að segja lög sjálfur.“ Þegar Ragna nefndi burtfarartímann, ágúst 1931, þóttist ég vita, að hér væri kominn Pétur bróðir minn, er lézt einmitt þá. Varð ég þá samstundis á valdi einhverra sterkra áhrifa. Hendur mínar, er ég hafði stutt á hné mér, voru dregnar til baka, upp með síðunum og síðan réttar fram. *) „Vinur" og „Ragna“ eru persónuleikar, sem tala aí vörum miðilsins meðan hann er í dásvefni.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.