Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 47

Morgunn - 01.12.1952, Page 47
MORGUNN 125 í^etta gerðist meðan Ragna lýsti músikhæfileikunum. Féllu svo hendurnar niður aftur. Ég reyndi nú að hrista af mér þessa dvalakennd, því að nú fýsti mig að fá nánari sannanir. Ég spurði því um- svifalaust: „Geturðu nefnt mér nokkurt lag eftir hann?“ „Við skulum sjá,“ svarar hún, og svo eftir stutta þögn: „Hann sýnir mér landslag, — fram til fjalla, að vor- ^agi —“. Hún endurtekur, að það sé vor og lýsir með orðum þeirri hrífandi vorfegurð, er við henni blasi. Hún iýkur lýsingunni með þeim orðum, að þetta sé: „fram á fjöllum, þar sem þokan verður eins og skógur“. Nú skil ég, hvað verið er að fara, og til að koma Rögnu ögn til hjálpar og sjá, hve vel henni tekst að koma því í gegn, sem henni er ætlað, segi ég: „Yfir jöklum —“ °g Ragna bætir strax við, hægt og skýrt: „fram á fjöllum, „fellir blærinn þokuskóg.“ Þetta mælir hún fram hægt og varlega, eins og hún lesi orðin úr fjarlægð. Síðan heldur hún áfram, hægt sem fyrr: „Nú er gott að vaka, vaka, „vera til og eiga þrá. „Sumarglaðir svanir kvaka „suður um heiðavötnin blá.“ Mér fannst ég heyra undrunarklið fara um hinn fá- menna hóp fundarmanna. En Ragna segir, að maðurinn, sem hún hafi verið að lýsa, sé Pétur bróðir minn. Hvarf hún úr sambandinu að því búnu. Nú þykir mér rétt að skýra strax frá, hvernig þessi frásögn Rögnu kemur heim við staðreyndir. Bróðir minn, Pétur Sigurðsson frá Geirmundarstöðum

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.