Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 48

Morgunn - 01.12.1952, Page 48
126 MORGUNN í Skagcifirði, lézt í ágústmánuði árið 1931, aðeins 32 ára að aldri. Hann var gæddur miklum músikgáfum, þótt ekki gæti hann helgað þeim mikinn tima sinnar skömmu ævi. Hann lék mjög vel á harmoníum og byrjaði söngstjórn aðeins 17 ára gamall. Stjórnaði hann Bændakórnum skag- firzka um langt skeið, eða meðan sá kór starfaði, en varð síðar organisti við Sauðárkrókskirkju og fleiri kirkjur. Tæplega hálfþrítugur að aldri tók hann að fást við tón- smíðar og hafði samið allmörg sönglög, er hann lézt. Að- eins fá þeirra eru kunn, en af þeim er þekktast „Ætti ég hörpu —“. Eitt þessara laga er við kvæðið „Vor“ eftir Friðrik Hansen, kennara á Sauðárkróki, en þeir voru miklir vin- ir.*) Þetta fallega kvæði er 3 erindi og er hið síðasta þannig: Hvílir yfir hæðum öllum heilög dýrð og guða-ró. Yfir jöklum, fram á fjöllum fellir blærinn þokuskóg. Nú er gott að vaka, vaka, vera til og eiga þrá. Sumarglaðir svanir kvaka suður um heiðavötnin blá. Síðar á fundinum, er ýmsir framliðnir vinir fundar- manna komu „í gegn“, kom Pétur einnig í beint samband og talaði við mig örlitla stund. Auðfundið var, að honum var þetta mjög erfitt, enda veit ég ekki til að hann hafi komið þannig í miðilssamband áður. En ekki virtist af- skiptum hans af fundi þessum þar með lokið. 1 fundarlokin kom „Vinur“ aftur og kvaddi okkur. Mér kom sízt til hugar, að nokkuð markvert ætti eftir að ske, en það var samt dálítið eftir. Miðillinn virðist vera að losa svefniim, en tekur þá allt *) Friðrik Hansen lézt snemma á árinu 1952.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.