Morgunn - 01.12.1952, Síða 51
Draumar fyrir daglátum.
★
Kristín Bjömsdóttir, Ingólfsstræti 20, Reykjavík, missti
Halldór Hólm, símamann, einkason sinn, í september 1952,
en þau mæðginin höfðu búið saman alla tíð, og var hann
ókvæntur maður og barnlaus.
Kristín var þá búin að vera blind í mörg ár. Hún var
frænka frú Torfhildar skáldkonu Hólm, systurdóttir henn-
ar, hafði verið hjá henni lengi, er frú Hólm andaðist árið
1918, og hélt áfram heimili með syni sínum í húsi frú
Hólm við Ingólfsstræti.
Þegar ég kom til Kristínar, að kistulagningu sonar henn-
ar, sagði hún mér eftirtektarverða drauma, er hana hafði
dreymt.
Hún sagði svo frá:
Alllöngu áður en drengurinn minn kom til, en hann fædd-
ist árið 1904, dreymdi mig, að til mín kæmi kona, sem
kvaðst heita Guðfinna Einarsdóttir. Sagðist hún hafa gefið
afa mínum og ömmu, er ég ólst upp hjá, Passíusálma með
nafni sínu og hefði ég lært á þá í bernsku. Síðar sá ég, að
betta hefði verið rétt, og mun sú endurminning hafa verið
til í vitund minni. En annað þótti mér Guðfinna þessi gera
i drauminum, sem naumast var úr vitund minni tekið. Hún
tekur hönd mína og býðst til að lesa i lófa minn, en ég læt
Það eftir henni. Fer hún þá að segja mér frá manni, er
eigi að verða mér samferða lengi ævinnar og nefnir í sí-
fellu töluna 52. Þá lít ég í lófa minn sjálf. Sé ég þar töluna
ó2, en finnst sem einhverjar tölur eigi að vera á undan,
sem ég sjái ekki.
9