Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 52

Morgunn - 01.12.1952, Page 52
130 MORGUNN Nú kemur mér þessi gamli draumur í hug, er ég missi elsku drenginn minn árið 1952. Enn dreymdi mig í vor, að fyrir mig væri lagður stór, blár dúkur. Ég virti fyrir mér dúkinn og undraðist að hann var alsettur með tölustöfunum J/8. Ekki skildi ég þetta þá, og draumurinn varð ekki lengri. Ég þykist skilja drauminn nú, er drengurinn minn deyr 48 ára gamall. Frænka mín, frú Torfhildur Hólm skáldkona, dó úr spönsku veikinni 1918. Skömmu áður en veikin kom dreymdi mig undarlega. Ég þóttist sjá mikinn mannfjölda stefna upp hæð, en fólkið var allt gegnsætt augum mín- um, svo að ég sá innyfli þess og alla líffærastarfsemi. Undraðist ég og þóttist segja við sjálfa mig: svona starfa þá líffærin í fólkinu, það er nógu fróðlegt að fá að sjá þetta. Meðal þeirra efstu í fylkingunni sá ég frænku mína. Var hún mér gegnsæ eins og hinir, en samt sá ég að hún var klædd í náttkjól. Var náttkjóll þessi litinn og gamall og þekkti ég hann. Þóttist ég þá segja við sjálfa mig: Æ, hvað er leitt að hún skuli vera í þessum náttkjóli, þegar hún er innan um svo marga ókunnuga. Var draumurinn ekki lengri. Spánska veikin kom. Frú Hólm veiktist og dó, og kom þegar drep í líkið, svo að læknirinn skipaði að láta hana tafarlaust í zínkkistu. Var það gert. En án minnar vitund- ar fyrr en um seinan var hún lögð í kistuna í gamla, slitna náttkjólnum, sem ég sá hana í í drauminum nokkuru áður. Kristín Björnsdóttir er greind kona og merk í tali, ólíkleg til þess að fara með fleipur um eitt eða annað, ekki sízt yfir líki einkasonarins, sem hún unni mikið. Reykjavík, 9. sept. 1952. Jón Auðuns.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.