Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Side 53

Morgunn - 01.12.1952, Side 53
Tveir draumar. ★ Friörik Bjarnason, kennari og kunnur sönglagahöfundur í Hafnarfiröi, hefur sent mér þessa drauma. — J. A. VlSBENDING ? Fyrir allmörgum árum bar það við hér í bæ, að dreng- ur, sjö ára gamall, villtist frá fjárrétt, er stendur utan við bæinn, á leið heim til sín, í rigningu og kalsa veðri. Þetta var að vori til. Drengsins var lengi og víða leitað og fannst ekki. Nokkuru síðar dreymdi mig, að tveir menn kæmu til ttún, en ég þóttist staddur á aðalleitarsvæðinu, fyrir sunn- an bæinn Ás. Menn þessir sögðu mér, að drengurinn lægi nokkuð langt þar frá, og skuli þeir koma með mér þangað. Við göngum nú eftir hrauninu, og benda þeir mér á, hvar það sé, sem drengurinn liggi, en segja, að við verðum að ganga drjúgan spöl ennþá, til þess að komast þangað. Við héldum í áttina, en í þeim svifum vaknaði ég við það, að barið var hastarlega að dyrum, og var þá klukkan fjögur um morguninn. Ég gekk fram að glugganum og varð þess þá var, að maður stendur utan dyra. Mörgum árum síðar fundust bein drengsins, einmitt á Því svæði og í sömu átt, er mennirnir í drauminum bentu mér á. HVERNIG LEIT SÉRA HALLGRlMUR ÚT? Veturinn 1917 dreymdi mig, að ég væri staddur í brekku einni ofan við Keflavíkurkaupstað. Kom þá til mín maður,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.