Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Side 55

Morgunn - 01.12.1952, Side 55
Fyrirbrigðin í Ryefield. Myra Warrand safnaSi og skráSi. ★ Ryefield House í Ross-shire, þar sem eftirgreind fyrir- brigði gerðust, er eða réttara sagt var (því að meiri hl'uti hússins brann fyrir nokkurum árum) gamalt hús, fremur óskipulega byggt, en um tíma bjó þar lávarðurinn nafn- kunni, President Forbes of Culloden. Upprunalega var aðal- byggingin fremur lítil, en tveim allstórum hliðarálmum hafði verið bætt við hana. Þegar Warren ofursti settist bar að, var húsið stækkað, aðalbyggingin, og aukið við bakhlið hennar um 1880, var húsið þá orðið allstórt. Þegar verið var að grafa fyrir viðaukabyggingunum, fundust uiannabein þar og meðal annars tóbakskvörn undir gamla stiganum. Þegar húsið var endurbyggt eftir brunann, kom gamli vegurinn til Dingwall í Ijós, sem einu sinni hafði verið notaður, en á þessum slóðum sást dularfulli vagninn, sem nú verður sagt frá. DULARFULLI VAGNINN. Ég var aðeins fimm ára gömul og Duncan tveggja ára, er þetta gerðist. Herbergi Connie’s var í vesturálmunni °g glugginn á herbergi hennar vissi gegnt vestri, svo að hún sá ekki eða heyrði neitt af því, er gerðist þessa óvenju- legu nótt. Herbergi okkar var í bakhlið aðalbyggingarinn- ar- Tvíburarnir sváfu í vesturálmunni, þar sem eldhúsið Var, en þar voru einnig herbergi þjónustustúlknanna, en engin þeirra varð hið minnsta vör við hina dularfullu at- burði, er gerðust um nóttina. Alls voru þau fimm, sem urðu

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.