Morgunn - 01.12.1952, Page 57
MORGUNN
135
hafa ályktað, að þetta væri aðeins venjulegur vagn, hjón,
sem hefðu verið að koma frá giftingu, en hefðu villzt?
Vagninn ók löturhægt yfir grasflötina, en Redmond tók
kertastikuna í hönd sér, sem hann hafði ætlað að fara
með upp í svefnherbergið, gekk út og yfir grasflötina og
að vagni þessum, hann kom svo nálægt honum, að hann
hefði vel mátt snerta hann, en hvort hann hefði gert það,
kveðst hann ekki muna nú. Við nánari athugun komst
hann að raun um að vagn þessi var mjög fornlegur að
gerð og aftan á vagninum var útbúnaður til að hafa í
farangur. Tveir menn sátu í sæti ökumanns, klæddir yfir-
höfnum með mörgum slögum á, en sérstaklega þótti hon-
um kynlegt, að yfir eyru hestanna voru strengd hvít
flugnanet, en þau höfðu næstum því aldrei verið notuð í
bessu héraði.
Hann ávarpaði ökumennina, en þeir svöruðu honum ekki
neinu. Hann leit nú inn í vagninn og sá þar einhvers konar
böggul, hvítan að lit, en hvort hér væri um mann að ræða,
kvaðst hann ekki geta fullyrt. Vagninn hélt nú áfram upp
eftir akbrautinni, en í stað þess að stefna inn í trjágöngin,
beygði hann í áttina til hesthúsanna og hundaklefanna.
Sex hundar voru þar inni, en enginn þeirra lét í sér heyra.
Vagnstjórinn og eftirlitsmaðurinn bjuggu einnig þarna, en
Þeir höfðu hvorki séð eða heyrt neitt óvenjulegt um nótt-
ina.
Pólkið gekk nú til hvílu, sannfært um að grasflötin
myndi líta illa út að morgni, en hvorki sáust þar hófaspor
eða för eftir vagnhjól.
Þetta hefur sannfært mig framar öllu öðru um, að hér
hafi verið um óvenjulegan vagn að ræða, því að flötin
var svo gljúp eftir rigninguna, sem verið hafði, að hefði
hjólbörum verið ekið yfir hana, hefðu hlotið að sjást ein-
hver merki eftir.
Ef til vill voru svipverur þessar að aka eftir gömlum
vegi, sem einhvern tíma hafði legið þarna um, en leifar
af slíkum vegi má enn sjá í ökrunum, sem eru vestan við