Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Síða 57

Morgunn - 01.12.1952, Síða 57
MORGUNN 135 hafa ályktað, að þetta væri aðeins venjulegur vagn, hjón, sem hefðu verið að koma frá giftingu, en hefðu villzt? Vagninn ók löturhægt yfir grasflötina, en Redmond tók kertastikuna í hönd sér, sem hann hafði ætlað að fara með upp í svefnherbergið, gekk út og yfir grasflötina og að vagni þessum, hann kom svo nálægt honum, að hann hefði vel mátt snerta hann, en hvort hann hefði gert það, kveðst hann ekki muna nú. Við nánari athugun komst hann að raun um að vagn þessi var mjög fornlegur að gerð og aftan á vagninum var útbúnaður til að hafa í farangur. Tveir menn sátu í sæti ökumanns, klæddir yfir- höfnum með mörgum slögum á, en sérstaklega þótti hon- um kynlegt, að yfir eyru hestanna voru strengd hvít flugnanet, en þau höfðu næstum því aldrei verið notuð í bessu héraði. Hann ávarpaði ökumennina, en þeir svöruðu honum ekki neinu. Hann leit nú inn í vagninn og sá þar einhvers konar böggul, hvítan að lit, en hvort hér væri um mann að ræða, kvaðst hann ekki geta fullyrt. Vagninn hélt nú áfram upp eftir akbrautinni, en í stað þess að stefna inn í trjágöngin, beygði hann í áttina til hesthúsanna og hundaklefanna. Sex hundar voru þar inni, en enginn þeirra lét í sér heyra. Vagnstjórinn og eftirlitsmaðurinn bjuggu einnig þarna, en Þeir höfðu hvorki séð eða heyrt neitt óvenjulegt um nótt- ina. Pólkið gekk nú til hvílu, sannfært um að grasflötin myndi líta illa út að morgni, en hvorki sáust þar hófaspor eða för eftir vagnhjól. Þetta hefur sannfært mig framar öllu öðru um, að hér hafi verið um óvenjulegan vagn að ræða, því að flötin var svo gljúp eftir rigninguna, sem verið hafði, að hefði hjólbörum verið ekið yfir hana, hefðu hlotið að sjást ein- hver merki eftir. Ef til vill voru svipverur þessar að aka eftir gömlum vegi, sem einhvern tíma hafði legið þarna um, en leifar af slíkum vegi má enn sjá í ökrunum, sem eru vestan við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.