Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Side 58

Morgunn - 01.12.1952, Side 58
136 MORGUNN húsið, er virðist hafa legið yfir á Lenichveginn og þaðan áfram til Dingwall. Faðir minn lét gera nákvæma leit í öllum vagnabyrgjum í héraðinu, en vagn af þessari gerð var hvergi að finna, og hvergi notuðu ökumenn þann bún- ing, sem ökumennirnir í þessum dularfulla vagni höfðu borið. Prófessor Podmore gerði sér ferð norðureftir til þess að athuga aðstæður allar í sambandi við frásögn sjónarvotta. Einna mest fannst honum um það vert, að fimm manns skyldu sjá þessa sýn samtímis. Frá þessu fyrirbrigði er sagt af Myers í bókinni „Phantasmes of the Living“. Að svo miklu leyti sem mér er kunnugt um, hefur þessi dular- fulli vagn ekki sézt síðan. Prófessor Podmore athugaði leiðina mjög vandlega, er vagninn hafði ekið, og leifar gamla vegarins. Podmore kvað það vera skoðun sína, að fyrirbrigði þetta mundi aðeins sjást einu sinni á hverjum hundrað árum og hafði orð á því, að sjónarvottar hefðu sanarlega verið heppnir að hafa hlotið tækifæri til að sjá það og athuga. HÖNDIN. Eftir því sem ég veit bezt, mun systir mín Louie (L. L. F. Caton) fyrst allra hafa séð dularfullu höndina í Ryefield. Hún var þá stödd inni í gamla reykingaherberginu, sem var í vesturálmu hússins, og var þá sextán ára gömul. Hún lá á hnjánum fyrir framan arininn, með allan hug- ann við að kveikja í viðarbútunum á arninum og notaði tvo litla fýsibelgi til að glæða logann. Allt í einu sá hún mannshönd svífa fyrir framan andlit sér framan við arin- inn. Henni kom samstundis til hugar að einhver bræðra hennar ætlaði að gera henni hverft við og sagði um leið og hún litaðist um í herberginu: „Þér tókst nú ekki að gera mig hrædda.“ En þegar hún gætti betur að, var eng- inn sjáanlegur inni í herberginu, hún var þar alein. Engum

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.