Morgunn - 01.12.1952, Side 59
MORGUNN 137
var þá kunnugt um að slíks fyrirbrigðis hefði nokkuru
sinni orðið vart í Ryefield.
Þetta mun hafa gerzt um 1880. Svo liðu átján ár, án
Þess að nokkur sæi þessari dularfullu hendi bregða fyrir,
en að þeim liðnum sá Thyra Macdonald, síðar frú Robert
Weir þetta fyrirbrigði gerast.
Hún var þá gestur okkar í fyrsta sinni og rauða stofan
svonefnda var ætluð henni til að sofa í. Herbergi þetta var
í elzta hluta hússins, nálægt miðju, beint á móti stiganum,
einkar snoturt og viðfelldið. Um tvöleytið vaknaði hún
skyndilega af svefni, að því er hana minnti. Sá hún þá
sér til mikillar skelfingar að stór mannshönd leið um her-
bergið, milli hennar og gluggans. Sennilegt er að tunglskin
hafi verið þessa nótt, því að öðrum kosti hefði hún ekki
fengið séð höndina, nema því aðeins að lýst hafi út frá
henni. Agndofa af hræðslu breiddi hún upp yfir höfuð,
en þrátt fyrir rót það, er á hana hafði komið, sofnaði hún
aftur eftir nokkura stund. Henni hafði ekki verið sagt frá
því, er Louie sá þetta fyrirbrigði.
Næst varð vinkona mín, Helen Macdonald, vör við þetta
fyrirbrigði, er hún kom í fyrstu heimsókn sína til okkar
í Ryefield. Að þessu sinni gerði þessi dularfulla manns-
hönd vart við sig með snertingu í borðstofunni, sem var
í þeim hluta hússins, er faðir minn lét byggja á árunum
1880—82.
Við sátum að miðdegisverði, en Helen, sem var heiðurs-
gesturinn, sat á hægri hlið föður mínum. Þegar máltíðin
var um það leyti hálfnuð, fann Helen greinilega að manns-
hönd var lögð á öxl hennar. Henni hálf brá við, bjóst við
að þjónninn myndi hafa gert þetta, þó að slíkt væri að
vísu óvenjulegt háttalag, en þegar hún leit við, sá hún
engan nálægt sér, en tók eftir að þjónninn var í hinum
enda stofunnar, bak við stól móður minnar. Hún hafði
ekki orð á þessu meðan á máltíðinni stóð, en að henni
lokinni sagði hún okkur frá þessu.
Aðeins einu sinni varð ég vör við þessa dularfullu hönd.