Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Síða 59

Morgunn - 01.12.1952, Síða 59
MORGUNN 137 var þá kunnugt um að slíks fyrirbrigðis hefði nokkuru sinni orðið vart í Ryefield. Þetta mun hafa gerzt um 1880. Svo liðu átján ár, án Þess að nokkur sæi þessari dularfullu hendi bregða fyrir, en að þeim liðnum sá Thyra Macdonald, síðar frú Robert Weir þetta fyrirbrigði gerast. Hún var þá gestur okkar í fyrsta sinni og rauða stofan svonefnda var ætluð henni til að sofa í. Herbergi þetta var í elzta hluta hússins, nálægt miðju, beint á móti stiganum, einkar snoturt og viðfelldið. Um tvöleytið vaknaði hún skyndilega af svefni, að því er hana minnti. Sá hún þá sér til mikillar skelfingar að stór mannshönd leið um her- bergið, milli hennar og gluggans. Sennilegt er að tunglskin hafi verið þessa nótt, því að öðrum kosti hefði hún ekki fengið séð höndina, nema því aðeins að lýst hafi út frá henni. Agndofa af hræðslu breiddi hún upp yfir höfuð, en þrátt fyrir rót það, er á hana hafði komið, sofnaði hún aftur eftir nokkura stund. Henni hafði ekki verið sagt frá því, er Louie sá þetta fyrirbrigði. Næst varð vinkona mín, Helen Macdonald, vör við þetta fyrirbrigði, er hún kom í fyrstu heimsókn sína til okkar í Ryefield. Að þessu sinni gerði þessi dularfulla manns- hönd vart við sig með snertingu í borðstofunni, sem var í þeim hluta hússins, er faðir minn lét byggja á árunum 1880—82. Við sátum að miðdegisverði, en Helen, sem var heiðurs- gesturinn, sat á hægri hlið föður mínum. Þegar máltíðin var um það leyti hálfnuð, fann Helen greinilega að manns- hönd var lögð á öxl hennar. Henni hálf brá við, bjóst við að þjónninn myndi hafa gert þetta, þó að slíkt væri að vísu óvenjulegt háttalag, en þegar hún leit við, sá hún engan nálægt sér, en tók eftir að þjónninn var í hinum enda stofunnar, bak við stól móður minnar. Hún hafði ekki orð á þessu meðan á máltíðinni stóð, en að henni lokinni sagði hún okkur frá þessu. Aðeins einu sinni varð ég vör við þessa dularfullu hönd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.