Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 62

Morgunn - 01.12.1952, Page 62
JÓN AUÐUNS: Þekking og trú. Þœr tvœr eiga a'ö brúa djúpið. ★ Ég mætti fyrir nokkuru einum vina minna á förnum vegi, og við tókum tal saman. Talið barst þá m. a. að spíritismanum og maðurinn sagði við mig: ,,Ég hafði einu sinni mikinn áhuga fyrir spíritismanum, en áhugi minn hefur dofnað. Þið eruð alltaf að fást við dauðann, en lifið geymir óteljandi vandamál, sem eiga að ganga fyrir.“ Ég benti honum á, að sálarrannsóknirnar fást við mörg önnur viðfangsefni en dauðann, að alhliða rannsókn á rökkurálfum sálarlífsins sé verkefni þeirra og einkum þó þeir huliðsheimar mannsins, sem sálrænu fyrirbrigðin beri vitni um. Ég benti honum á, að f jölmörg þeirra fyrirbrigða sýnist ekki standa í neinu sambandi við dauðan, en hljóti að vera hin merkilegustu viðfangsefni fyrir hvern þann, sem áhuga hefur fyrir mannlífinu sjálfu og leyndardómum mannlegs eðlis. En ég hélt hinu fram, að enda þótt viðfangsefni sálar- rannsóknanna væri ekkert annað en dauðinn, ekkert ann- að en rannsókn á eðli hans og hlutverki hans í tilverunni, væri það viðfangsefni svo stórkostlegt, að það væri frá- leitt af fullvita manni að segja, að hann hefði ekki áhuga fyrir slíku viðfangsefni. Mér kom til hugar stjörnufræð- ingurinn frægi, Camille Flammarion. Ekki skorti þann f jöl- vitra mann viðfangsefni fyrir vitsmuni sína og lærdóm. Hann sá gáturnar alls staðar. Hann gat ekki þverfótað fyrir viðfangsefnum, úrlausnarefnum, sem kölluðu á at- hygli hans. En þrátt fyrir heimsfrægðina, sem hann hlaut á sérsviði sínu, stjörnufræðinni, var dauðinn honum stærsta viðfangsefnið, og þess vegna helgaði hann því vitsmuni

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.