Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Síða 69

Morgunn - 01.12.1952, Síða 69
MORGUNN 147 Þeir komu tveir að grafhvelfingunni, og hr. Cheney sendi eftir manninum, sem átti að gæta hennar. Um leið og mað- Urinn stakk lyklinum í skrána, var eins og honum kæmi skyndilega eitthvað í hug, hann sneri sér við og sagði eins og í afsakandi tón: ,,En, hr. Cheney, það var dálítið Pláss ofan á kistu frú N, — og ég lagði líkkistu litla barns- ins hennar frú L, — þar. Mér finnst þetta ekki geta komið að sök, en ég hefði raunar átt að leita leyfis yðar fyrst. Ég gerði þetta í gærdag.“ „Þetta er þá satt, þetta er þá allt saman satt,“ voru einu orðin, sem hr. Cheney fékk út fyrir varir sínar. Sama kvöldið birtist gamla frúin Home enn, og nú sagði hún: „Látið ykkur ekki koma til hugar, að mér hefði ekki staðið hjartanlega á sama, þótt heilum pýramída af lík- kistum hefði verið hrúgað upp á líkkistuna mína. En mig langaði til að sanna ykkur, að þetta er ég, sanna ykkur það í eitt skipti fyrir öll.“ Sögu þessa birti Home í bók sinni: Ljós og skuggar spíritismans, raunar ekki fyrr en árið eftir að hr. Ward Cheney andaðist, en bæði voru þá aðrir meðlimir fjölskyld- unnar enn á lífi og ástúðarvinir hans, og enn var Home sjálfur svo frábær maður að hreinleika og skapgöfgi, að kunnugum engum kom í hug, að hann segði ekki nákvæm- lega rétt frá. En þá var enn lítt farið að staðfesta fyrir- brigðasögur, eins og nú er alsiða, með vottum. Nærri má °g geta, að ekki hefði hann átt lengur hina hjartanlegu vináttu Cheney-fjölskyldunnar, ef hann hefði ekki farið fullkomlega rétt með þetta mál. Hér virðist í fljótu bragði ekki vera um aðra skýringu að ræða en þá, að gamla frúin í gráa kjólnum hafi sannað sig rækilega. Þó segja ýmsir, að þessi saga sanni ekkert úm framhaldslíf gömlu frúarinnar. Kirkjugarðsvörðurinn, sem í leyfisleysi lagði barnskistuna ofan á líkkistu gömlu frúarinnar, hafi fengið samvizkubit af öllu saman og hugs- anir hans hafi Home gripið. Og enn hitt, að þegar hún segir Home frá trénu, sem Seth hafði fellt nokkuru áður,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.