Morgunn - 01.12.1952, Blaðsíða 69
MORGUNN
147
Þeir komu tveir að grafhvelfingunni, og hr. Cheney sendi
eftir manninum, sem átti að gæta hennar. Um leið og mað-
Urinn stakk lyklinum í skrána, var eins og honum kæmi
skyndilega eitthvað í hug, hann sneri sér við og sagði
eins og í afsakandi tón: ,,En, hr. Cheney, það var dálítið
Pláss ofan á kistu frú N, — og ég lagði líkkistu litla barns-
ins hennar frú L, — þar. Mér finnst þetta ekki geta komið
að sök, en ég hefði raunar átt að leita leyfis yðar fyrst.
Ég gerði þetta í gærdag.“
„Þetta er þá satt, þetta er þá allt saman satt,“ voru
einu orðin, sem hr. Cheney fékk út fyrir varir sínar.
Sama kvöldið birtist gamla frúin Home enn, og nú sagði
hún: „Látið ykkur ekki koma til hugar, að mér hefði ekki
staðið hjartanlega á sama, þótt heilum pýramída af lík-
kistum hefði verið hrúgað upp á líkkistuna mína. En mig
langaði til að sanna ykkur, að þetta er ég, sanna ykkur
það í eitt skipti fyrir öll.“
Sögu þessa birti Home í bók sinni: Ljós og skuggar
spíritismans, raunar ekki fyrr en árið eftir að hr. Ward
Cheney andaðist, en bæði voru þá aðrir meðlimir fjölskyld-
unnar enn á lífi og ástúðarvinir hans, og enn var Home
sjálfur svo frábær maður að hreinleika og skapgöfgi, að
kunnugum engum kom í hug, að hann segði ekki nákvæm-
lega rétt frá. En þá var enn lítt farið að staðfesta fyrir-
brigðasögur, eins og nú er alsiða, með vottum. Nærri má
°g geta, að ekki hefði hann átt lengur hina hjartanlegu
vináttu Cheney-fjölskyldunnar, ef hann hefði ekki farið
fullkomlega rétt með þetta mál.
Hér virðist í fljótu bragði ekki vera um aðra skýringu
að ræða en þá, að gamla frúin í gráa kjólnum hafi sannað
sig rækilega. Þó segja ýmsir, að þessi saga sanni ekkert
úm framhaldslíf gömlu frúarinnar. Kirkjugarðsvörðurinn,
sem í leyfisleysi lagði barnskistuna ofan á líkkistu gömlu
frúarinnar, hafi fengið samvizkubit af öllu saman og hugs-
anir hans hafi Home gripið. Og enn hitt, að þegar hún
segir Home frá trénu, sem Seth hafði fellt nokkuru áður,