Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 72

Morgunn - 01.12.1952, Page 72
150 MORGUNN geti fundið fullan frið, tekið fullum sáttum við dauðan, verður trúin að halda í hendur þekkingarinnar. Þannig litu frumherjar málsins hjá oss, þeir Einar H. Kvaran og próf. Haraldur Níelsson, á. Allt hið dýrmæta predikana- safn séra Haralds, er ávöxtur af þeirri sannfæringu hans. Margt hið fegursta í skáldritum Einars H. Kvarans sýnir hið sama. Ef þér hefðuð komið í litlu sóknarkirkjuna, þar sem Sir Oliver Lodge átti heima hin síðari árin, hefðuð þér séð hann á helgum dögum ganga upp í kór kirkjunnar og lesa að enskum sið með lotningu og trúartrausti ritn- ingarkafla helgidagsins. Raunar hafði hann komizt til trúar að verulegu leyti á leiðum spíritismans, eins og Einar H. Kvaran. En fegurðin yfir hinum heimsfræga manni í ellinni var því að þakka, að í sálu hans runnu trúin og þekkingin í einn farveg. Eitthvað svipað hygg ég að vinum Einars H. Kvarans hafi fundizt um hann á efri árum hans. Lotningarmagnið í sálu hans, hin víðfeðma, bjarta mildi yfir öllum hugarheimi hins gáfaða manns, allt var þetta ávöxtur trúarinnar í hjarta hans. En mjög er vanséð að hann hefði eignazt þessa trú, ef hann hefði ekki kynnzt spíritismanum. En hér er það, að leiðirnar skiptast tíðum. Boðskapur kirkjunnar hefur langt um of hneigzt til þeirrar áttar, að krefjast trúar, einnig af þeim, sem ekki áttu nægilega ríkan trúarhæfileika til þess að hann fleytti þeim yfir ófæruna. 1 trúboði kirkjunnar hefur það næstum horfið með öllu, að trú frumkristninnar á ódauðleika mannssálarinnar grundvallaðist fyrst og fremst á þekk- ingunni, sem upprisufyrirbrigðin í Jerúsalem veittu mörg- um vottum, svo að þeir gengu fram og boðuðu það, sem þeir höfðu heyrt og séð. Á þessu hefur naumast borið í kristinni predikun. Kirkjan hefur lagt alla áherzluna á trúna, trúna eina, einnig andspænis dauðanum, til þess að flytja mannssálunum frið. Það er mikill barnaskapur að neita því, að á trúarleiðinni hafi fjölmargar mannssálir fundið styrk til að bera ótrúlegt erfiði ótrúlega vel. En

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.