Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 73

Morgunn - 01.12.1952, Page 73
MORGUNN 151 kirkjan hefur ekki gætt þess, að þessi boðskapur gat ekki náð til allra manna, að hér þurfti einnig annað. Frá spíritistunum heyrist aftur annað: lærðu að öðlast ódauðleikasannfæringuna sem þekkingaratriði, og þá þarftu enga trú. Vér sækjumst eftir þeirri þekkingu, sem gerir trúna óþarfa. Þetta er staðhæft í ýmsum merkum ritum spíritista. Af beztu mönnum hreyfingarinnar, m. a. af frumherj- unum hér á landi, hef ég lært það, að ef spíritisminn kem- ur aðeins fram í síhungraðri löngun eftir furðulegum frá- sögnum og sífelldu kappi eftir því að sitja miðilsfundi, en nær ekki að móta í manninum göfuga lífsskoðun, er hann næsta lítils virði. Engum þeim manni, sem dýpra leggst, nægja til lengdar hin frumstæðustu sálrænu fyrirbrigði. Þau eru grundvöllur til að reisa aðra og æðri byggingu á. Eru mörgum nauðsynleg til þess. En mannssálina hungrar eftir æðri andlegleika, og þess vegna verða þekkingin og trúin að haldast í hendur og brúa sinn helminginn af djúpinu hvor, þá fyrst er leiðin opin að fullkomnu öryggi. Þá fyrst getur mannssálin tekið fullum sáttum við dauðan. Sjálfur hef ég séð fólk bugast af óhugnanlegri sorg, þótt það væri sannfært um, að látni vinurinn lifði. Vit- neskjan ein um, að vinurinn lifir, ber mannssálina ekki nema hálfa leið yfir sorgina. Hinn helminginn af ófærunni verður guðstraustið að brúa. En sannfæringin, sem spíritisminn veitir og hefur veitt milljónum, á að gera mönnunum kleift að eignast þetta guðstraust. M. a. vegna þess, að hann gefur oss trúna á réttlætið í tilverunni, það réttlæti, sem mörgum er um megn að trúa á fyrr en þeir hafa öðlazt sannfæringuna um lífið fyrir handan gröf og dauða. Þess vegna hvílir á oss sú háleita skylda, að fara ávallt hreinum höndum um málefnið mikla, sem oss er trúað fyrir. Engin óverðug ástríða, engar lágar hvatir mega þar koma fingraförum sínum við. Þetta langar mig til að minna oss öll á, þegar vér erum

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.