Morgunn - 01.12.1952, Qupperneq 74
152
MORGUNN
að hefja vetrarstarfið að þessu sinni. Að því eigum vér
að vinna, að þekkingin og trúin haldist í hendur og hjálp-
ist að að brúa djúpið dimma, sem kynslóðirnar hafa óttast
og grátið við sínum beiskustu tárum.
Jón AuSuns.
Sérðu ekki hann afa?
★
Madame Anne E. Carrére, sem heima átti í Algeirs,
skrifaði Flammarion á þessa leið, en hann birti það í bók
sinni Aprés la Mort, bls. 265:
„Maðurinn minn, einhver réttsýnasti, göfugasti og bezti
maðurinn, sem hefur lifað, hafði heitið mér því að láta
mig vita, ef hann lifði eftir dauðann, væri sér það unnt.
Hann dó 10. október 1898. Heimilisfólkið vorum við hjónin
og dóttir mín, sem hafði misst mann sinn eftir stutta sam-
búð við hann. Hún átti þrjá drengi, sem allir voru hjá
okkur auk hennar. Elzti drengurinn var fimm ára, sá
næsti hálfs fjórða árs og sá yngsti hálfs þriðja árs. Meðan
maður minn lá banaleguna, voru drengirnir hennar hjá
vina- og frændfólki okkar, en dauða afa þeirra var haldið
leyndum fyrir þeim. Yngsti drengurinn sat við borðið hjá
fólki því, er hann var hjá, en skyndilega lyfti Guy (svo
hét drengurinn) sér í stólnum, og hrópaði upp: „Nei, þarna
er hann afi okkar fyrir utan gluggann. Sjáðu!“ Hann þaut
niður af stólnum og fram að dyrunum, til þess að fagna
honum, en á þessari stundu fór útför hans fram. Ég endur-
tek, að hann var aðeins hálfs þriðja árs, og hann vissi