Morgunn - 01.12.1952, Qupperneq 76
Þegar faðir minn dó.
★
Fyrir stuttu síðan hlotnaðist mér tækifæri, hið fyrsta
af slíkum, til að fylgjast með og íhuga, er mannssálin
flytur af þessu tilverustigi. Ég tel mig hafa fengið að vita
svo mikið, að það nægi máske til að afsaka þá sannfær-
ingu mína, að gagnlegt kunni að geta verið að ég reyni
til að segja frá einhverju af því, að svo miklu leyti, sem
mér er unnt að gera svo með tilhlýðilegri lotningu. Ég
dvaldi við banasæng föður míns í 12 sólarhringa samfleytt,
og var því unnt að fylgjast með viðskilnaðinum frá byrjun
og þar til síðustu tengslin voru rofin. Sennilega átti hið
nána vináttu- og ástúðarsamband milli okkar feðganna
sinn þátt í því, að andlegir skynhæfileikar minir nutu sín
betur.
Sólsetur langs starfsdags var að koma, hann hafði dval-
ið á þessu tilverustigi full 70 ár. Enginn raunverulegur
eða sérstakur sjúkdómur hafði áhrif á umskiptin. Síðast-
liðið ár varð hann þess var, að þrótturinn var tekinn að
dvina, og hinn áhugamikli athafnamaður varð nú að sætta
sig við rólegra og kyrrlátara líf en honum sjálfum var
geðfellt. Athygli mín var vakin á því að einkenni, sem
virtust næsta lítilfjörleg í sjálfu sér, bentu til þess, er
koma mundi, og það varð hlutskipti mitt að vera hjá hon-
um síðustu stundirnar. Hann hafði nú þurft að leggjast í
rúmið, og í raun og veru var það fyrsta legan hans á
ævinni, og mér varð þegar ljóst, að hann myndi ekki fram-
ar stíga á fætur.
Sálrænir skynhæfileikar mínir gerðu mér kleift að greina
umhverfis hann og yfir honum geislabjart litablik, efni-
viður handa anda hans til að móta sér úr líkama til fram-