Morgunn - 01.12.1952, Síða 77
MORGUNN
155
tíðar notkunar. Þetta litablik óx jafnt og þétt og hlaut
ákveðnari lögun, en hverja klukkustund svo að segja
breyttist útlit þess, litblærinn, í samræmi við lífsorku
sjúklingsins hverju sinni. Ég veitti því athygli, að hve lítið
sem hann nærðist, veitti það líkama hans aukinn styrk
og dró hinn andlega persónuleika hans nær jarðneska
líkamanum. Og ég veitti því athygli, að koma einhvers að
rúmi hans hafði einatt mjög svipuð áhrif. Með öðrum orð-
um, það var eins og stöðug átök ættu sér stað milli tveggja
afla.
1 tólf sólarhringa fylgdist ég með því, sem var að ger-
ast. Á sjötta degi mátti greinilega sjá ákveðin einkenni
þess á jarðneskum líkama hans, að aðskilnaðurinn myndi
ekki vera langt undan. En þrátt fyrir það, hélt út- og að-
sogið áfram, blikið varð fastara, og form þess ákveðnara,
því nær sem dró úrslitastundinni. Um síðir eða tuttugu og
þrem stundum áður en síðasta breytingin átti sér stað,
sem unnt var að greina, hættu allar hreyfingar líkamans,
er borið höfðu vott um óróa. Friður og ró einkenni svip
hans, hann hafði krosslagt hendurnar á brjóstinu og frá
þeirri stundu hélt aðgreining líkamanna áfram án nokk-
urra truflana. Hjálparverurnar drógu hann til sín, en jarð-
lífslíkami hans lá hreyfingarlaus í rúminu, augun voru
lokuð, en löng, regluleg andsog voru hið eina, sem bar
vitni um að hann væri ekki að fullu og öllu skilinn við.
Um hríð voru andsogin löng og regluleg, það var engu
líkara en þeim væri stjórnað með hárfínni nákvæmni, en
smátt og smátt urðu þau strjálari og styttri, þar til ekki
reyndist orðið unnt að greina þau. Andinn hafði yfirgefið
bústað sinn, og ástúðlegir hjálpendur höfðu flutt hann til
ákvarðaðs hvíldarstaðar.
Já, hann var sagður dáinn. Ef til vill var það rétt. Líf-
æðin sló ekki lengur, hjartað ekki heldur, og öndun varð
ekki greind, þó að spegli væri haldið yfir vitum hans. En
silfurstrengurinn hafði ekki enn verið slitinn, og engin
breyting varð á þessu næstu 38 klukkustundirnar. Meðan