Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Qupperneq 77

Morgunn - 01.12.1952, Qupperneq 77
MORGUNN 155 tíðar notkunar. Þetta litablik óx jafnt og þétt og hlaut ákveðnari lögun, en hverja klukkustund svo að segja breyttist útlit þess, litblærinn, í samræmi við lífsorku sjúklingsins hverju sinni. Ég veitti því athygli, að hve lítið sem hann nærðist, veitti það líkama hans aukinn styrk og dró hinn andlega persónuleika hans nær jarðneska líkamanum. Og ég veitti því athygli, að koma einhvers að rúmi hans hafði einatt mjög svipuð áhrif. Með öðrum orð- um, það var eins og stöðug átök ættu sér stað milli tveggja afla. 1 tólf sólarhringa fylgdist ég með því, sem var að ger- ast. Á sjötta degi mátti greinilega sjá ákveðin einkenni þess á jarðneskum líkama hans, að aðskilnaðurinn myndi ekki vera langt undan. En þrátt fyrir það, hélt út- og að- sogið áfram, blikið varð fastara, og form þess ákveðnara, því nær sem dró úrslitastundinni. Um síðir eða tuttugu og þrem stundum áður en síðasta breytingin átti sér stað, sem unnt var að greina, hættu allar hreyfingar líkamans, er borið höfðu vott um óróa. Friður og ró einkenni svip hans, hann hafði krosslagt hendurnar á brjóstinu og frá þeirri stundu hélt aðgreining líkamanna áfram án nokk- urra truflana. Hjálparverurnar drógu hann til sín, en jarð- lífslíkami hans lá hreyfingarlaus í rúminu, augun voru lokuð, en löng, regluleg andsog voru hið eina, sem bar vitni um að hann væri ekki að fullu og öllu skilinn við. Um hríð voru andsogin löng og regluleg, það var engu líkara en þeim væri stjórnað með hárfínni nákvæmni, en smátt og smátt urðu þau strjálari og styttri, þar til ekki reyndist orðið unnt að greina þau. Andinn hafði yfirgefið bústað sinn, og ástúðlegir hjálpendur höfðu flutt hann til ákvarðaðs hvíldarstaðar. Já, hann var sagður dáinn. Ef til vill var það rétt. Líf- æðin sló ekki lengur, hjartað ekki heldur, og öndun varð ekki greind, þó að spegli væri haldið yfir vitum hans. En silfurstrengurinn hafði ekki enn verið slitinn, og engin breyting varð á þessu næstu 38 klukkustundirnar. Meðan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.