Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 78

Morgunn - 01.12.1952, Page 78
156 MORGUNN sakir stóðu þannig, hygg ég að unnt hefði verið, ef heppi- leg skilyrði hefðu verið fyrir hendi, að kalla anda hans aftur til hins jarðneska starfstækis síns, hefði einhver verið ákveðinn í að gera svo, eða hann sjálfur viljað. Var eitthvað svipað ástatt og þegar Lazarus var kallaður aftur og vakinn af blundi umskiptanna? En að lokum varð aðskilnaðurinn fullkominn. Svipur hans, sem hafði mótazt að nokkru af hinum langvinnu átökum, varð nú allur annar. Yndisleg rósemi og friðar- kennd færðist yfir lífvana andlit hans, svo að unun var á að horfa, dásamlegt. (Presturinn, sálarrannsóknamaðurinn og miðillinn W. Stainton Moses, sem varð einn af höfuð frumherjum spírit- ismans, segir þannig frá andláti föður síns. Það var áreið- anlega öllum, sem þekktu Stainton Moses, ofraun að trúa því, að hann segi hér ekki frá eftir beztu vitund, og af þeirri sannleiksást, sem hann var kunnur fyrir, þótt sann- leikshollustan kostaði hann ekki litlar ofsóknir um langt skeið. — E. Loftsson.) Hvernig er að deyja? ★ 1 janúar 1946 varð ég fyrir einkennilegri reynslu. Ég var háttuð að kveldi vel frísk og var að lesa, eins og ég er vön áður en ég sofna, og leið mér að öllu leyti vel. Ég var að lesa skemmtibók og ekki í neinum and- legum hugleiðingum. Ég slekk ljósið, en veit ekki til að ég hafi sofnað. Myrk- ur var í herberginu, en eins og um bjartan dag sé ég koma til mín hvítklædda veru og þykist ég óðara vita, að hún sé ekki jarðnesk vera. Hvítklædda konan segir þá óðara

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.