Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Side 79

Morgunn - 01.12.1952, Side 79
MORGUNN 157 við mig: „Jæja, Una, nú á að lofa þér að vita, hvernig er að deyja. Þú hefur oft hugsað um dauðann og annað líf.“ Samstundis finnst mér ég vera komin fram á gólf, en þá segir veran: „Leggstu upp í legubekkinn og lokaðu augunum". Ég þykist þá hugsa: Allir reyna að klóra í bakkann, en þetta er allt í lagi, — og nú leggst ég í bekk- inn og geri eins og mér er sagt. Þá fer andardráttur minn að þyngjast, en ég hugsa: Nú, þetta er eins og köfnun. Innan stundar tek ég fyrsta andvarpið, og ég hugsa al- gerlega róleg: Andvörpin eiga að vera þrjú, og það er ekki eins erfitt að deyja og menn hafa hugsað. Þá tek ég ann- að andvarpið og andardrátturinn þyngist, en ég veit, að eitt andvarp er eftir. En þá ávarpar veran mig og segir: „Opnaðu augun“. Þá blasti við mér undarleg sjón. Ég þyk- ist sitja á enda legubekksins, á legubekknum sé ég sjálfa mig liggja, og uppi í loftinu sé ég enn aðra líkamsmynd mína svífandi, glaða og káta. Ég var þarna eins og í þrennu lagi. Ég var róleg, mér leið yndislega vel og segi við sjálfa mig: Þetta er enginn dauði, þetta er aðeins flutningur. Þá segir veran við mig sömu orðum: „Já, þetta er eng- inn dauði, aðeins flutningur.“ Alltaf stóð veran hjá mér. Ég sit á enda legubekksins og virði fyrir mér þessar tvær líkamsmyndir af sjálfri mér. Þegar ég horfi á lík- amann á legubekknum, grípur mig þessi hugsun: Ósköp er maður nú lítilfjörlegur. En er ég lít aftur upp, sé ég eins og örmjóan glitrandi þráð liggja frá brjósti svifandi líkamans og í likamann, sem lá á legubekknum, og hugsa ég þá: Þetta mun vera lífsþráðurinn, en veran svarar: „Já, þetta er lífsþráðurinn“, og samstundis kom ég til sjálfrar mín. Þá var veran horfin og ég lá glaðvakandi í rúmi mínu. Mér leið svo vel eftir þessa einkennilegu reynslu, að því ætla ég ekki að reyna að lýsa. Ég get ekki sett þetta atvik í samband við neitt. Ég var ekkert að hugsa í þessa áttina, mér leið vel, hafði hugann á vinnu minni og ekkert gekk að mér að neinu leyti. Una Valdimarsdóttir.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.