Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Side 80

Morgunn - 01.12.1952, Side 80
SjáÖu! ★ Sögumaður er dr. W. T. O’HARA, sem var læknir á farþegaskipi White Star línunnar. Segir læknirinn hér frá atviki einu, er gerðist um borð í skipi hans, en það var á leið til Yokohama í Japan. Einn af farþegum þeim, sem með skipinu voru, var 10 ára gömul stúlka, en skipstjórinn hafði sérstaklega verið beðinn fyrir hana. Hún hafði misst foreldra sína, en skyldfólk hennar í Japan hafði boðið henni til sín og var nú litla stúlkan á leið þangað. Litla tíu ára stúlkan var einkar vel gefin, geðþekk í viðmóti og ástúðleg, svo að hún vann brátt hylli allrar skipshafnar- innar, einkum var hún í uppáhaldi hjá yfirmönnunum og ekki síður lækninum, er segir söguna. Þegar skipið var statt á Kínahafi, veiktist hún af hitabeltissjúkdómi, og þrátt fyrir allar tilraunir læknisins til að hjálpa henni, varð líðan hennar stöðugt lakari, og brátt varð ljóst, að barátta hennar við sjúkdóminn myndi aðeins enda á einn veg. Þegar hér var komið málum, segir læknirinn, að einu sinni er hann sat við hvílu litlu stúlkunnar, hafi hann orðið þess greinilega var með einhverjum hætti, að þau væru ekki ein í klefanum, en að vísu sá hann ekki neitt. ,,Það var eitthvað þarna inni.“ Lífæðin sló enn þá, en hægt og seint. Læknirinn horfði um stund á andlit litlu stúlkunnar, en samtímis var stöðugt að verða bjartara í herberginu, þó að ljósbreytingin yrði naumast merkjanleg meðan var að birta. En alltaf jókst ljósið og engu var líkara en bjart- ur dagur væri runninn, en þó var ekki komið nálægt morgni. Nú var eins og þetta ljós drægist saman með ein- hverjum leyndardómsfullum hætti, og læknirinn veitti nú

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.