Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 81

Morgunn - 01.12.1952, Page 81
MORGUNN 159 athygli einkennilegum titrandi ljósöldum, bláum, hvítum og gullnum að sjá, sem bærðust yfir líkama hinnar deyj- andi stúlku. Þetta varaði aðeins skamma stund, en síðan hvarf það sjónum. Nú varð aftur dimmt í herberginu, að undanskilinni birtu þeirri, er deyft lampaljósið varpaði um herbergið. Litla telpan leit nú á lækninn með spyrjandi augna- ráði og hálfhvíslaði: „Ó, sjáðu, hversu dásamlegt," og fingur hennar luktust um hönd læknisins, er hún hvíslaði þessum orðum. Hún renndi nú augunum upp að loftinu og ég gerði það ósjálfrátt líka. Fast upp við loftið, rétt yfir höfði hennar, sá ég óljóst að vísu, en þó næsta greinilega eins lýsandi hnattlagakúlu, líkast því að maður sæi bjart ljós í nokk- urri fjarlægð í dimmri þoku. Ljósið eða ljóshnöttur þessi stækkaði og birtumagn hans jókst, en næstum því án þess að maður yrði þess var, og nú var það orðið að bláhvítum ljósöldum í hnattkúlu lögun. Þetta var í rauninni miklu líkara hrævareldi en nokkru öðru, sem ég get nefnt til samanburðar. „Sjáðu, sjáðu,“ hvíslaði litla telpan. „Ó, sjáðu bara.“ Hægt, svo hægt að ég greindi það naumast í fyrstu, þokaðist ljóshnöttur þessi niður að andliti litlu stúlkunnar, unz hann lukti um andlit hennar og hár, og um leið var sem andlit hennar ljómaði af svo ósegjanlegum friði og hamingju, að orð fá ekki lýst. Það var eins og andlit hennar yrði lýsandi, eins og við hugsum okkur stundum að andlit englanna hljóti að vera. Hvað sem því líður, sá ég að þessu sinni guðdómlega fegurð opinberast, og ég get ekki hugsað mér að ég eigi nokkurn tíma eftir að sjá slíkt. örstutta stund hvíldi geislakúla þessi yfir höfði litlu telpunnar, hún tók nokkuru fastar um hönd mína en venjulega, titringur fór um líkama hennar og hún gerði veika tilraun til að lyfta höfðinu um leið og hún mælti með veikum burðum: „Ö, mamma, ó, mamma. Ég sé .... veginn .... og hann er .... allur bjartur .... og skín-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.