Morgunn - 01.12.1952, Qupperneq 82
160
MORGUNN
andi.“ Og orð hennar dóu út í lágu hvísli, en því nær sam-
tímis færðist ljóshnötturinn áður nefndi upp á við og hafði
leystzt upp og horfið sjónum mínum, er hann nálgaðist
loftið. Lokkum ofna höfuðið hvíldi fölt á hvítum koddan-
um, veikt, naumast merkjanlegt andvarp leið af vörum
hennar, vöðvarnir í hönd hennar titruðu snöggvast, fing-
urnir misstu mátt sinn, slagæðin bærðist ekki framar. Ég
kraup niður við hvílustokkinn, aleinn í sambýli við dauð-
ann, eða . . . . ?
Ég krosslagði hendur hennar á brjóstinu, og leit nú
ósjálfrátt á úrið. Það var 2 og 30 mínútur yfir um nóttina.
Þegar ég var að standa á fætur, kom skipstjórinn inn í
herbergið ásamt 1. og 2. stýrimanni og tveim öðrum yfir-
mönnum. Skipstjórinn gekk að hvílu hennar og lagði hönd
sína á höfuð henni, sneri sér að mér og mælti: „Ég hélt
þetta.“ Svo bætti hann við: „Læknir, ég trúi hvorki á til-
veru svipa eða anda né á slíka hluti yfir höfuð, og ég held,
að engir hérna geri það, en bæði ég og þessir menn, sem
með mér eru, höfum orðið sjónarvottar að óvenjulegum
viðburði, næsta undarlegum. Við sáum bláan ljóshnött,
eins og hrævareld, svo að eitthvað sé tekið til samanburð-
ar, rétt fyrir ofan höfuð okkar, þar sem við sátum í reyk-
skálanum, og meðan við horfðum á hann, sveif hann beint
yfir herbergið í áttina að dyrunum. Hann hékk þarna
svifandi svo sem eina sekúndu, breytti svo stefnu og hélt
í þessa átt og hvarf svo sjónum okkar. Þegar hann var
horfinn, sagði ég rétt svona við piltana: Jæja, drengir,
nú er hún litla vinkona okkar látin.“
Einar Loftsson þýddi.