Fréttablaðið - 04.11.2010, Page 35

Fréttablaðið - 04.11.2010, Page 35
FIMMTUDAGUR 4. nóvember 2010 5 Vera Wang sótti í óvenjulegar skáldagyðjur við sköpun nýjustu línu sinnar. Vera Wang sveik ekki dygga að- dáendur sína með vor- og sumar- línu sinni þrátt fyrir að hafa ekki farið hefðbundnar leiðir í sköpun línunnar. Þótt hún hafi sótt inn- blástur til arkitektúrs og tækni bar línan keim af fyrri verkum Wang og mátti sjá tjásulega siffonkjóla og fallegar fellingar sem fyrr hafa sést á sýningum hönnuðarins. Japönsk áhrif settu einnig nýjan og skemmtilegan svip á línu Wang og mátti sjá þau bæði í formi klæðanna sem og litavali sem var hóflega stillt við svarta, gráa, brúna og ljósa tóna auk hins margrómaða rauðappelsínu- gula brennda litar. - jbá Undir óvanalegum áhrifum Steldu stílnum: Kelly Osbourne Rokkari af guðs náð Hin ókrýnda breska rokkprinsessa Kelly Osbourne hefur tekið stakkaskiptum síðustu misserin og verið mikið á milli tanna slúðurblaða hér heima sem og vestan hafs. Ástæða athyglinn- ar er breytt holdafar Kelly, en þrátt fyrir að nokkur kíló hafi fengið að fjúka hefur Kelly haldið í rokkaðan og skemmtileg- an stíl sinn. Fréttablaðið leitaði uppi nokkrar flíkur sem passa sönnum rokkskvísum. -jbá Kelly Osbourne er rokkari og skvísa fyrir allan peninginn. Gróft og gellulegt hálsmen frá Next. 2.590 krónur. Handtaska frá Friis & Company með skemmtilegu mynstri og slaufu. 8.990 krónur. Þessi flotti leðurjakki fæst í Oasis og kostar 39.990 krónur. Bláir skór í anda Kelly Osbourne. Fást í Focus á 7.990 krónur. Í Deres má finna þessar buxur sem eru í anda sjötta áratug- arins. Buxurnar kosta 14.990 krónur. Pönkaður bolur frá Deres. 6.990 krónur. Groddalegur hringur getur gert mikið fyrir dressið. Fæst í Friis & Company á 1.990 krónur. Hinn brenndi rauðappelsínu- guli litur nýtur mikilla vin- sælda meðal hönnuða fyrir vor- og sumar 2011. ORGINAL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.