Fréttablaðið - 04.11.2010, Síða 42

Fréttablaðið - 04.11.2010, Síða 42
 4. NÓVEMBER 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● skór Verð: 24.900.- Stærðir: 36-41 Verð: 19.900.- Stærðir: 36-41 Verð: 22.900.- Stærðir: 36-41 ● FURÐULEGUR FÓTABÚNAÐUR Hönnuðir Marloes Ten Bhömer fara ekki troðnar slóðir þegar kemur að því að hanna skó og á það jafnt við um efnisval og útlit. Sumir skórnir eru án hæla, aðrir úr þykku gúmmíi og enn aðrir brotnir saman úr stökum leðurbút. Það mætti ímynda sér að skónum væri ein- ungis ætlað að vekja furðu og kát- ínu og ekki hugsaðir til almenns brúks en því fer fjarri. Þeir eru boðnir til sölu á marloestenbhomer.squar- espace.com, tilbúnir á götuna. Rotationalmouldedshoe úr gúmmíi og ryðfríu stáli. Anna G. Kristjánsdóttir kennari hefur staðið vaktina í Rauða- krossbúðinni í áratug. „Ég hætti í fastri vinnu sem kenn- ari árið 2000 og sá auglýst að þarna ætti að opna búð, svo ég hugsaði með mér að nú væri kominn tími til að láta draumana rætast því sem lítil stúlka ætlaði ég auðvitað að verða búðarkona,“ segir Anna G. Kristjánsdóttir, sjálfboðaliði í Rauðakrossbúðinni á Laugavegi 12. Hún tók fyrstu vaktina í búð- inni daginn sem hún opnaði fyrir tíu árum og afgreiðir enn alla þriðjudaga allan ársins hring. Fyrsta Rauðakrossbúðin var opnuð á Hverfisgötu 39, en 2002 flutti búðin á Laugaveg þar sem reksturinn hefur blómstrað æ síðan. „Í fyrstu voru oft biðraðir fyrir utan þegar við opnuðum en þá var lokað á mánudögum. Í þá tíð voru fáar búðir sem seldu notuð föt og eftirspurnin mikil,“ segir Anna og bætir við að oft sé líf í tuskunum í búðinni á Laugavegi og margir komi inn bara til að spjalla. „Hingað kemur fólk á öllum aldri, margir fastakúnnar og mikið af útlendum ferðamönnum sem kunna að nota svona búðir. Maður þarf því oft að grípa til tungumálakunnáttunnar og sann- arlega gaman að standa vaktina við búðarborðið, enda margir sem koma sérferð til að segja frá því að þeir hafi verið spurðir í boðum hvar þeir fengu galakjólana og sparifötin sem þeir klæddust, en flestir eru alls ófeimnir að láta það uppi,“ segir Anna sem hlakkar til hvers dags í sjálfboðavinnunni. „Mér finnst ég vera með alveg nýjan starfsferil eftir tíu ár í búð- inni og segi oft að maður geri ekk- ert af sér á meðan maður ver tíma sínum hér, en alveg örugglega eitt- hvert gagn. Það er líka góð tilfinn- ing að hafa eitthvað eitt ákveðið fyrir stafni, hitta mann og annan, og láta gott af sér leiða,“ segir Anna kampakát innan um dýrind- is handprjónaðar lopapeysur og glitrandi síðkjóla. - þlg Átti sér búðarkonudraum Hægt er að finna sjaldgæfa dýrgripi í Rauðakrossbúðunum. Anna kann vel við búðarkonuhlutverkið í Rauðakrossbúðinni og segir starfið alveg jafn spennandi og hana grunaði sem barn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Rauðakrossbúðin varð tíu ára 2. nóvember, en frá upphafi hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins ann- ast afgreiðlustörf í búðunum. Tekið er móti notuðum fötum um allt land og á endurvinnslu- stöðum Sorpu á höfuðborgarsvæð- inu, þau flokkuð og ýmist úthlut- að í hjálparstarf eða seld í búðun- um. Tekjur af sölu fatnaðar renna í Hjálparsjóð Rauða krossins. „Við tínum úr það besta í búðirn- ar, en seljum annað til Þýskalands og Hollands þar sem það er flokk- að í 250 flokka, þar af sumt beint í endurvinnslu. Fólk er því hvatt til að henda aldrei fatnaði, þótt gat- slitinn sé. Við viljum fá alla vefn- aðarvöru, rúmföt, gardínur, hand- klæði og annað, því bæði fáum við borgað fyrir það og svo er það um- hverfisvænt. Þannig er til dæmis búið til band úr gömlum peysum og hægt að endurnýta þráð úr galla- buxum allt að fimm sinnum,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir, verslunar- stjóri í Rauðakrossbúðunum, sem alls eru fimm talsins. „Við seljum mjög fína vöru í búðunum og er mikið um dýrgripi innan um, bæði í búðunum og í út- hlutuninni á Laugavegi 116, þar sem fólk fær gefins föt einu sinni í viku. Mikil eftirspurn er einnig eftir skóm því nú áttar fólk sig á hversu dýrir þeir eru, en í Rauða- krossbúðum má finna fína og óslitna skó á alla fjölskylduna,“ segir Sigrún sem kallar eftir fleiri sjálfboðaliðum í búðirnar. „Atvinnulausir hafa frekar feng- ið starf eftir vinnu hér, enda já- kvætt að sýna fram á að gera eitt- hvað í stað þess að sitja heima.“ Vilja líka fá gatslitin föt Lítið notaðir skór fást í úrvali og er eftirspurnin eftir þeim mikil. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Bianco stendur fyrir nýjungum og ferskri, töff hönnun, en fyrir- tækið skapar af ástríðu þess sem er hættulega ástfanginn af skóm og endurspeglar það heitasta af tískupöllunum hverju sinni,“ segir Unnur Lára Bryde, annar eig- enda skóverslunarinnar Bianco Footwear sem í haust ákvað að loka dyrum sínum í Smáralind en leggja höfuðþunga á verslun sína í Kringlunni þar sem allt úir nú og grúir af freistandi skóm á góðu verði. „Bianco framleiðir skó sína í tak- mörkuðu upplagi, sem er kostur því ekkert gaman er að eiga eins skó og aðrir eiga. Því leggur Bianco mikið upp úr því að viðskiptavinir geti alltaf fundið eitthvað nýtt og ein- stakt til að setja á fæturna, og búðin lifnar við með nýrri skósendingu í hverri viku,“ segir Unnur, sem bæði býður hágæða skó úr leðri en einn- ig úr fínustu gerviefnum skófram- leiðenda. „Æ fleiri halla sér orðið að flottum skóm úr vönduðum gervi- efnum, og ekki að ástæðulausu þar sem þeir eru slitsterkari og ódýrari, en standa leðri alveg snúning þegar kemur að þægilegheitum og útliti,“ segir Unnur sem í næstu viku tekur upp spariskólínuna Party Collect- ion sem geymir ofurkvenlega spari- skó með rósum, fiðrildum og öðru skrauti sem einnig má taka af og næla í fatnað til skrauts. „Mesta trendið í kvenskóm nú eru fylltir hælar, en ánægjulegt að sjá kvenlegri skó koma inn fyrir hátíðarnar. Í herraskóm eru grófir skór allsráðandi, en spariskór eru áfram klassískir þótt táin sé aftur að breikka,“ segir Unnur sem í níu ár hefur verslað með hið danska Bianco sem slegið hefur í gegn hjá Íslendingum eins og öðrum Evr- ópubúum, en Bianco býður einnig úrval æðislegra fylgihluta eins og töskur, belti, klúta, sokkabuxur og skart sem er frábær og ódýr kostur í jólapakkana. Skotin í skóm Unnur Lára Bryde, skókaupmaður í Bianco, sem í hverri viku tekur upp nýjar send- ingar af flottu skótaui og fylgihlutum í stíl. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Greenmáchéshoe heitir þessi týpa sem er búin til úr leðri og ryðfríu stáli. Beigefoldedshoe- skórinn er búinn til úr stökum leðurbút og ryðfríu stáli. Noheelsleathershoe er nafnið á þessum hælalausu skóm. Það fylgir ekki sög- unni hvernig er að ganga á þeim.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.