Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.11.2010, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 04.11.2010, Qupperneq 60
40 4. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > VONDA DROTTNINGIN FUNDIN Charlize Theron kemur sterklega til greina í hlutverk vondu drottn- ingarinnar í nýrri kvikmynd um Mjallhvíti. Þetta kemur fram á Empire-vefnum. Tom Hardy mun að öllum líkindum leika veiðimanninn hjartagóða. Einhvern tímann hefði þótt nóg að setja nafn Roberts De Niro á kvikmyndaplak- atið og þá væri góð mynd nánast gulltryggð. En nú er öldin önnur og De Niro er ekki lengur það vörumerki sem hann áður var. De Niro leikur skilorðsfulltrúann Jack, sem er um það bil að fara á eftirlaun, í kvikmyndinni Stone sem verður frumsýnd um helgina. Hann ákveður að taka að sér eitt verkefni í viðbót, að vega og meta hvort brennuvargurinn Stone sé hæfur til að vera hleypt út í sam- félagið á ný. Stone ákveður að fara alla leið, fær unnustu sína Lucettu til að draga skilorðsfulltrúann á tálar, en sú virðist ekki öll þar sem hún er séð. Edward Norton og Milla Jovovich leika glæpaparið Stone og Lucettu en leikstjóri er John Curan sem síðast gerði The Painted Veil. Fimmtán ár eru liðin frá því að De Niro lék í sómasamlegri kvik- mynd. Þær voru reyndar tvær: Cas- ino eftir Martin Scorsese og Heat í leikstjórn Michaels Mann. Sú fyrr- nefnda markaði jafnframt enda- lok samstarfs þeirra De Niros og Scorseses en ferill leikarans hefur eiginlega legið lóðrétt niður frá því að þeir slitu sambandinu. Meira að segja smástirnið Shia Labeouf, sem hefur helst unnið sér það til frægð- ar að leika í Transformers-mynd- unum tveim, sá ástæðu til þess að skjóta á De Niro í blaðaviðtali, sagðist ekki ætla að daga uppi, sæll og glaður, þegar hann væri kominn á sín efri ár líkt og De Niro hefði gert. De Niro tók skelfilegar ákvarð- anir eftir Casino og Heat. Stundum var hann líka einfaldlega óhepp- inn. The Fan með Wesley Snipes var skelfileg, Sleepers náði ekki þeim hæðum sem vonast hafði verið til þrátt fyrir stjörnuher og Cop Land með Sylvester Stall- one og öðrum harðjöxlum stóðst engan veginn þær væntingar sem til hennar voru gerðar. Wag the Dog sameinaði Dustin Hoffman og De Niro í ágætis afþreyingu og De Niro sýndi hvers hann var megn- ugur sem „stónd“ smáglæpamaður í Jackie Brown. En svo verður list- inn yfir vondar myndir lengri en góðu hófi gegnir. Men of Honour, 15 minutes, Godsend og Showtime. Meira að segja Righteous Kill, þar sem De Niro lék á móti Al Pacino, var ekki vel tekið. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur gamanleikur haldið ferli De Niros á floti, Fockers-myndirnar og Ana- lyze-dúettinn með Billy Crystal. Aðdáendur hans gera hins vegar þá kröfu að leikarinn sýni þeim þá virðingu að leika í „almennilegri“ mynd öðru hverju og það hefur verið erfitt fyrir þá að horfa upp á stórleikarann fjara út, rétt eins og Marlon Brando gerði undir það síð- asta. Og kannski verða það örlög De Niros, að leika í gamanmyndum þar sem hann gerir „góðlátlegt“ grín að hörkulegri ímynd sinni og sæmileg- um hasarmyndum. En þar fer góður biti í hundskjaft . freyrgigja@frettabladid.is Illa farið með frábæran feril Á NIÐURLEIÐ Ferill Roberts De Niro hefur legið niður eftir að samstarfi hans og Mart- ins Scorsese lauk. Gamanmyndir hafa eiginlega haldið honum á floti, en því hefði varla nokkur maður spáð. NORDIC PHOTOS/GETTY Leonardo DiCaprio hefur loksins fest kaup á kvikmyndarétti bókarinnar The Devil in the White City eftir Erik Larson. Þetta kemur fram á vef Empire-tímaritsins. DiCaprio hefur lengi haft augastað á bókinni eða frá 2002 en Tom Cruise átti kvikmyndaréttinn þar til nú. Bókin segir fá raðmorðingjan- um Dr. HH Holmes sem gekk laus á meðan heimssýningin í Chicago stóð 1893. Holmes hefur verið lýst sem amerískri útgáfu af Kobba kviðristu en hann þótti bæði sérvitur og fremur ógeðfelldur. DiCaprio ætlaði raunar að vera á undan Cruise með þessa sögu því hann hefur undanfarin ár sankað að sér alls kyns málsskjölum um rannsóknina á málinu. Cruise var þá byrjaður að undirbúa gerð hennar með Óskarsverðlaunaleikstjóran- um Kathryn Bigelow og handritshöfundin- um Christopher Kyle. En nú er DiCaprio semsagt kominn með réttinn og er byrjaður að leita að handritshöfundi ásamt framleiðendunum, Jenni- fer Killoran, Michael Shamberg og Stacey Sher. „Þetta er einstök saga um fyrsta raðmorðingjann í sögu Bandaríkjanna. Við hlökk- um mikið til að koma þeirri sögu á hvíta tjaldið,“ segir Killoran. - fgg ÁHUGASAMUR Leonardo DiCaprio hyggst leika fyrsta raðmorðingjann í sögu Bandaríkjanna, Dr. HH Holmes. Ein af jólamyndum næsta árs heitir Mission: Impossible: Ghost Protocol. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem aðalleikari myndarinnar, Tom Cruise, hélt í Dubai ásamt Paulu Patton og Jer- emy Renner og framleiðendunum Jeremy Chernov og Bryan Burk. Kvikmyndin verður að mestu leyti tekin upp í Dubai en ekkert hefur verið gefið upp um hvað myndin fjallar um, nema að fjöldi evrópskra glæpamanna mun koma við sögu. Cruise ákvað að halda blaðamannafund í tilefni af nafngiftinni því honum er það ákaflega mikilvægt að myndirnar í Mission: Impossible-flokknum séu ekki alvöru framhaldsmyndir. „Ég hef aldrei viljað hafa númer fyrir aftan nafn myndanna. Ég hef aldrei gert framhaldsmyndir og ég vil ekki að fólk hugsi um þessar mynd- ir sem framhaldsmyndir. Það kom því aldrei til greina að kalla þær MI2, MI3 eða MI4 af því mér fannst alltaf að myndirnar þyrftu að hafa sinn eigin titil,“ sagði Cruise á blaðamannafundinum. Bryan Burk, einn af framleiðendum myndarinnar, var jafnframt spurður að því af hverju Dubai hefði orðið fyrir val- inu. „Ég og JJ Abrams, framleiðandi myndarinnar, vorum á ferðalagi um heiminn að leita að tökustöð- um. Og við stoppuðum í Dubai eina kvöldstund. JJ sagði við mig að við yrðum að gera kvikmynd hérna. Svo kom Cruise og kynnti sína hugmynd fyrir okkur og þannig fóru hjólin að snúast.“ - fgg MI4 fær nafn JÓLAMYND NÆSTA ÁRS Mission: Impossible: Ghost Protocol verð- ur ein af jólamyndum næsta árs en þetta er fjórða myndin um njósnar- ann Ethan Hunt sem Tom Cruise leikur. Jeremy Renner, Ving Rhames og Michael Nyqvist eru einnig í leikhópnum. Það er langt síðan helgin í kvikmyndahúsum borgarinnar var jafn safarík og nú. Og algjör óþarfi að eyða orðum í formála. Fyrsta ber að nefna opnunarmynd nýja kvikmyndahúss- ins í Grafarvogi en það er Due Date með þeim Robert Downey og Zach Galifianakis, nýjustu stjörnunni í amerískum gamanleik. Myndin segir frá Peter Highman, sem neyðist til að fá far með leikaranum Ethan Tremblay svo hann nái fæðingu barnsins síns. Allt fer hins vegar úrskeiðis á ferðalagi þeirra, með kostulegum afleiðingum. Hasarmyndin RED er skipuð einvalaliði leikara en meðal þeirra eru John Malkovich, Helen Mirren, Morgan Freeman og Bruce Willis. Myndin segir frá hópi gamalla CIA- fulltrúa sem þurfa að snúa bökum saman þegar gamli vinnuveitandinn þeirra vill ganga af þeim dauðum. Þriðja myndin sem vert er að benda á er síðan You Will Meet a Tall Dark Stranger eftir Woody Allen. Þar fer að venju hópur stórleikara með helstu hlutverkin en meðal þeirra eru Josh Brolin, Anthony Hopkins, Freida Pinto og Naomi Watts. Að venju fjallar Woody um ástina og allar mögulegar og ómögulegar hliðar hennar. - fgg Safarík helgi í kvikmyndahúsum GAMAN FRAM UNDAN RED, stórstjörnukvik- mynd með Helen Mirren fremsta í flokki, ný Woody Allen mynd og gamanmyndin Due Date með þeim Robert Downey og Zach Galifianakis verða frumsýndar um helgina. DiCaprio leikur raðmorðingja Mean Streets (1973): Ekki besta mynd De Niro en flestum var ljóst að þarna var stór- stjarna í fæðingu. Godfather: Part II (1974): Ein- faldlega stórkostlegur sem ungur Vito Corleone. The Deer Hunter (1978): Mögnuð kvikmynd með einstökum leikhóp um hörmungar Víetnam-stríðsins. Raging Bull (1980): De Niro setti ný viðmið í leiklistinni, bætti á sig um 30 kílóum fyrir hlutverkið. The Untouchables: De Niro fór á kostum sem Al Capone. GÓÐUR DE NIRO SKAPANDI SKRIF me orvaldi orsteinssyni (Skilabo askjó an, Blí finnsbækurnar, Vasaleikhúsi , Vi fótskör meistarans, And Björk of Course…) Aukanámskei i 18. - 28. október seldist strax upp! Umsagnir átttakenda; “Frábært nesti til lífstí ar.” “Meiriháttar upplifun, - opnar óendanlega möguleika.” “Fær mann til a hugsa upp á n tt.” “Hvort sem ú ert a feta ín fyrstu skref e a hefur reynslu af skrifum, á er etta námskei sem n tist ér.” Nánari uppl singar hjá gg@ropeyoga.com og í síma 8223699 SKRÁ U IG NÚNA á kennsla.is “Ófyrirgefanlega gaman og nærandi fyrir sálina!” Auka-aukanámskei ; 8. nóvember Örfá sæti laus!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.