Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 6
6 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Laugarfell Hverasvæðið á Geysi Séreignarsvæði ríkisins MYND/LOFTMYNDIR EHF Geysir Strokkur Konungshver Hótel Geysir UMHVERFISMÁL Áætlun um að friða þann hluta Geysissvæðisins sem er í eigu ríkisins hefur verið gerð hjá Umhverfisstofnun. Bláskógabyggð leggst gegn friðun á svæðinu þar til samkomulag næst milli allra sem eiga þar land. „Þarna eru mjög margir eigendur og mismunandi hagsmunir í gangi,“ segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar. Sá hluti Geysisvæðisins sem ríkið á ekki eitt og sér er í óskiptri sam- eign fjölmargra einstaklinga auk ríkisins. Um langt árabil hefur ríkið viljað kaupa þessa meðeigendur út. Snemma árs 2008 voru samning- ar komnir á lokastig. Meðal ann- ars lá fyrir samkomulag við Orku- veitu Reykjavíkur um að veita heitu vatni til íbúanna frá Efri-Reykjum enda vill ríkið stöðva notkun á heitu vatni af Geysissvæðinu. „Hrunið gerði það að verkum að það bökkuðu allir út úr því. Það er ákveðin þreyta í sumum með það að það verði aldrei neinar niðurstöð- ur,“ segir Drífa. Stefnt er að því að friðlýsa allt Geysissvæðið sem er tæpir tut- tugu hektarar en nú er ætlunin að friðlýsa aðeins þá ríflega tvo hekt- ara sem ríkið á eitt. Sá skiki nær utan um hverina Geysi, Strokk og Blesa. Markmiðið er meðal ann- ars að stuðla að varðveislu hvera, örvera og sérstæðs gróðurs. Byggðaráð Bláskógabyggðar telur að bíða eigi með friðunina. „Ég sá bara ekki tilganginn í því að búa til leiðindi og ögra. Á meðan við erum að tala saman er óþarfi að taka pínulítið frímerki út úr svæð- inu og friðlýsa það. Menn geta gert það þegar þeir vilja en eignarhaldið þarf að lagfæra,“ segir Drífa odd- viti. „Þetta svæði er hálf móðurlaust og staðreyndin er sú að það er ekki friðlýst. Vegna þess hversu langan tíma tekið hefur að friða svæðið í heild lögðum við þessa friðlýsingu á skika ríkins til við umhverfis- ráðuneytið, segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverf- isstofnunar, sem kveðst skilja afstöðu Bláskógabyggðar og að ekki verði gengið gegn vilja sveit- arfélagsins: „En jafnframt viljum við taka málið upp aftur ef það lítur ekki út fyrir að þetta muni nást fram innan skynsamlegra tímamarka. Það má ekki gleyma því að ríkið á þarna ákveðna spildu og okkur finnst eðlilegt að sá hluti sé þá að minnsta kosti friðlýstur þannig að Umhverfisstofnun hafi skýra aðkomu og skyldur á svæðinu.“ Þórður Ólafsson, formaður nefndar um Geysi, segist bjart- sýnn á að þráðurinn um uppkaup landsins og jarðhitaréttindanna verði tekinn upp að nýju. gar@frettabladid.is Lagst gegn friðlýsingu hluta Geysissvæðisins Bláskógabyggð vill fresta friðlýsingu skika í eigu ríkisins við Geysi. Reynt sé að semja við aðra landeigendur um kaup alls svæðisins. Friðun þess litla hluta sem ríkið eigi geti haft neikvæð áhrif á þá vinnu. Geysir hefur aldrei verið friðaður. GEYSIR Hverasvæðið á Geysi er tæpir tuttugu hektarar. Um tveir hektarar er skiki sem alfarið er eign ríksins. Hinn hlutann á ríkið í óskiptri sameign með fjölda annarra eigenda. Samtals svarar eignarhlutur ríkisins til um sjö hektara. DRÍFA KRISTJÁNSDÓTTIR KRISTÍN LINDA ÁRNADÓTTIR ALÞINGI Stjórnendur Byggðastofnunar telja að „nokkuð vel“ hafi tekist að gæta hags- muna stofnunarinnar vegna lána til fyrir- tækja í rækjuiðnaði. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar Samfylkingunni. Tilefni fyrirspurnarinnar voru fréttir fyrr á árinu af lánum vegna rækjuveiða til skúffufyrirtækja. Í svarinu segir að umrædd lán hafi verið veitt rækjuverksmiðjum í fullum rekstri með mikið eigið fé. Rekstrargrundvöllur þeirra hafi brostið vegna hruns í greininni á árunum 2005 og 2006. Byggðastofnun gekk að veðum í fasteign- um og tækjabúnaði en taldi ekki skynsam- legt, vegna takmarkaðs verðgildis við ríkj- andi aðstæður, að ganga að skipum og kvóta. Samið var um að eftirstöðvar lánanna, ásamt þeim veðum sem fyrir þeim voru, yrðu færðar í ný félög og myndu eigend- ur þeirra halda lánunum í skilum. Var það gert í ljósi þess að bæði eigendur félaganna og starfsmenn Byggðastofnunar gerðu sér vonir um að aðstæður greinarinnar myndu batna. Í „stórum dráttum“ hafa eigendurnir stað- ið skil á skuldbindingum sínum og Byggða- stofnun fengið hátt í 300 milljónir króna greiddar inn á eftirstöðvar lánanna, að því er fram kemur í svarinu. „Það er því álit Byggðastofnunar að nokk- uð vel hafi tekist að gæta hagsmuna hennar að þessu leyti,“ segir í svarinu. - bþs Byggðastofnun samdi við rækjufyrirtæki um að lán og veð yrðu færð í ný félög: Stofnunin lánaði ekki skúffufyrirtækjum RÆKJA Hrun varð í rækjuiðnaðinum 2005 og 2006. RÝMINGARSALA! SELJUM ÖLL GARÐHÚSGÖGN, ÚTIELDSTÆÐI, BLÓMAPOTTA OFL. MEÐ 40-70% AFSLÆTTI Í NOKKRA DAGA! FRÁBÆRT TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA VANDAÐA VÖRU Á PALLINN EÐA SVALIRNAR. Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is ® ERTU MEÐ VIÐKVÆMA HÚÐ? Finnur þú fyrir þurrki í leggöngum, kláða, sveppasýkingu eða færðu sár við notkun dömubinda? Prófaðu þá Natracare lífrænar hreinlætisvörur, án klórs, ilm- og plastefna. www.natracare.is LÍFRÆNAR HREINLÆTISVÖRUR Nàttúruleg vellíðan VIÐSKIPTI Bakkavör Group er stærsta fyrirtæki landsins að því er fram kemur í riti Frjálsrar verslunar „300 stærstu“. Bakka- vör velti í fyrra 332,7 milljörðum króna samkvæmt tölum blaðsins. Í næstu sætum á eftir Bakkavör koma Actavis Group með veltu upp á 266,9 milljarða og Icelandic Group sem velti 179,4 milljörðum. Tvö stærstu fyrirtækin eru þau sömu og í fyrra en Icelandic Group velti Landsbankanum úr þriðja sætinu og er hann nú í því fjórða með veltu upp á 116,9 milljarða króna árið 2009. Þá eru í ritinu bornir saman fleiri þættir í rekstri 300 stærstu fyrirtækja landsins, svo sem hver þeirra greiddu hæst laun á síðasta ári. Hæst laun greiddi útgerðarfyrir- tækið Stálskip í Hafnarfirði. Heild- arlaunagreiðslur yfir árið námu 521 milljón, en starfsmenn voru að jafnaði 30 talsins. Meðalárslaun starfsmanna fyrirtækisins námu því tæpum 17,4 milljónum króna, eða sem nemur tæplega einni og hálfri milljón króna á mánuði. Í öðru sæti er útgerðarfyrirtæk- ið Eskja á Eskifirði, en árslaun þar námu að jafnaði 16,6 milljónum króna. Í þriðja sæti er svo fjarskipta- fyrirtækið Farice, sem að hluta til er í opinberri eigu, en þrír starfs- menn þess deildu sín á milli 43 milljónum króna, eða meðalmán- aðarlaunum upp á 1.186 þúsund krónur. - óká Sjávarútvegsfyrirtæki greiða hæstu launin samkvæmt tölum Frjálsrar verslunar: Bakkavör er stærsta fyrirtækið Tíu stærstu fyrirtæki landsins Nafn Velta 2009 Meðalfjöldi starfsfólks Bakkavör Group 332,7 milljarðar króna 18.938 Actavis Group 266,9 milljarðar króna 10.037 Icelandic Group 179,4 milljarðar króna 4.071 Landsbankinn 116,9 milljarðar króna 1.166 Alfesca 95,8 milljarðar króna 3.349 Promens 94,9 milljarðar króna 4.784 Íslandsbanki 92,0 milljarðar króna 1.039 Marel Food Systems 91,8 milljarðar króna 3.590 Arion Banki 85,7 milljarðar króna 1.131 Icelandair Group 80,3 milljarðar króna 2.182 *Heimild: 300 stærstu 2009, sérrit Frjálsrar verslunar Ætlar þú að kjósa í kosningum til stjórnlagaþings 27. nóvem- ber? JÁ 51,3% NEI 48,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú eðlilegt að sendiráð starfræki eftirlitshópa líkt og bandaríska sendiráðið gerir? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.