Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 46
30 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR „Sýningin verður lokaviðburðurinn í viku Unglist- ar, listahátíðar unga fólksins,“ segir María Niel- sen, nemandi Tækniskólans í Reykjavík en hún er einn af skipuleggjendum tískusýningar sem hald- in verður í Tjarnarbíói á laugardaginn. Alls taka 33 nemendur á fataiðnbraut Tækniskólans þátt í tískusýningunni og sýna þar hönnun sína og hæfni í handverki. „Við erum búin að vera að vinna að sýningunni í allt haust,“ segir María og því ljóst að undirbún- ingurinn er mikill. „Stelpur sem eru að læra förð- un hjá Airbrush & Makeup School hjálpa okkur að farða módelin og hárgreiðslunemar Tækniskólans sjá um hárgreiðsluna. Svo fáum við líka nemendur á ljósmyndabrautinni í skólanum til að taka myndir.“ Það er því ljóst að ansi margar deildir Tækniskólans koma að sýningunni. Fyrirsæturnar sem sýna hönn- unina eru allar þaulvanar og tóku flestar þeirra þátt í Elite Models-fyrirsætukeppninni sem haldin var á dögunum. „Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum alvöru módel til að vera með,“ segir María. Spurð hvað hönnuðirnir ætli að sýna segir María það vera misjafnt eftir hverjum og einum. „Sumir nemendurnir eru að læra kjólasaum, aðrir klæð- skerann og enn aðrir sérsaum, svo það verður hægt að sjá ansi margt frá okkur. En ég get sagt það að sýningin hefur aldrei verið jafn vegleg.“ Tískusýningin verður í Tjarnarbíói á laugardags- kvöldið og hefst hún klukkan átta, en aðgangur er ókeypis. -ka BESTI BITINN Í BÆNUM „Ég var svolítið svekktur með þá og fannst þeir fara illa með mig. Ég ákvað hins vegar að horfa fram á veginn, segja upp vallar- stjórastarfinu á Vodafone-vellin- um og fara í skóla til að læra sjálf- ur hvernig á að skrifa handrit,“ segir Gestur Valur Svansson leik- stjóri. Tríó er heiti á nýrri gaman- þáttaröð sem fer í sýningar eftir áramót á RÚV en Gestur skrifar bæði handritið að þeim og mun leikstýra þáttunum. Gestur Valur vakti mikla athygli fyrir þremur árum þegar hann lýsti því í samtali við Fréttablaðið að hann væri hug- myndasmiður Næturvaktarinnar, en nú er sá tími liðinn og Gestur hyggst hasla sér völl í kvikmynda- gerðinni sjálfur. Gestur er þegar búinn að ráða aðalleikara í þættina en það eru þau Steinn Ármann Magnús- son, Þórhallur Sverrisson, Berg- ur Þór Ingólfsson og María Guð- mundsdóttir og leikaraparið Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson. Þættirnir fjalla um nágrannaerjur íbúa í þriggja íbúða raðhúsi. Þætt- irnir verða teknir upp í Mosfells- bæ en tökur hefjast í næstu viku. Að sögn Gests Vals var hand- ritið að Tríói tilbúið fyrir tveimur árum en þá hrundi allt fjármála- kerfið. „Ég lét því þýða tvo þætti yfir á dönsku og sendi til Caspers Christiansen,“ útskýrir Gestur en Casper er annar af Klovn-tvíeyk- inu. Þeir tveir hittust síðan í Los Angeles þar sem Casper, að sögn Gests, lýsti yfir mikilli ánægju með handritið. „Hann útskýrði fyrir okkur hvernig þeir hefðu staðið að sínum málum, hvað þeir hefðu átt lítinn pening og svo fram- vegis og svo framvegis. Við ætlum að gera þetta á svipaðan hátt og þeir, taka þetta upp hratt og hrátt.“ GESTUR VALUR: VINNUR MEÐ ARNARI GUNNLAUGS OG CASPER ÚR KLOVN Hætti sem vallarvörður og ákvað að gera gamanþætti Gestur bætir því við að samstarfi hans og Caspers sé síður en svo lokið, þeir ætli sér að skrifa hand- rit að Hollywood-kvikmynd saman og eru þegar búnir að leggja lín- urnar fyrir það. Framleiðslufyrirtækið Clear River Production sér um fram- leiðsluna á Tríói en Garðar á það ásamt Arnari B. Gunnlaugssyni sem kannski er þekktastur fyrir afrek sín á knattspyrnuvellin- um. „Ég hafði samband við hann fyrir um ári síðan og eftir nokkur fundarhöld lét hann slag standa. Við höfum háleitar hugmyndir og stefnum langt, ætlum alla leið til Hollywood.“ freyrgigja@frettabladid.is STJÖRNULIÐ Gestur Valur Sveinsson segist njóta aðstoðar Caspers Christi- ansen, Klovn-stjörnu, við að útfæra hugmynd að nýrri gamanþáttarö sem verður sýnd á RÚV eftir áramót. Arnar B. Gunnlaugsson knattspyrnu- kappi rekur framleiðslufyrir- tækið Clear River Product- ion ásamt Gesti Val en það framleiðir þættina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég eignaðist fyrirbura í fyrra og mundi eftir því hvað það var mikið vesen að fá húfu sem pass- aði á hana,“ segir Hafdís Prisc illa Magnúsdóttir, sem nýlega aug- lýsti á samskiptasíðunni Face- book að hún ætlaði að prjóna fyrirburahúfur handa vökudeild Barnaspítala Hringsins. „Ég vissi að það vantaði húfur svo ég ætl- aði bara sjálf að prjóna. Svo datt mér í hug að auglýsa hjá vinum mínum, hvort þeir myndu vilja vera með mér í þessu og svo vatt þetta bara upp á sig. Núna vilja mörg hundruð manns prjóna húfur,“ segir Hafdís, en hægt er að finna prjónaviðburðinn á Face- book og má hver sem er taka upp prjónana og vera með. Hafdís og maðurinn hennar eignuðust dóttur í fyrra og ætla að gera það að hefð að gera eitt- hvað fyrir vökudeildina á afmæl- isdegi stelpunnar og á jólunum. „Á jólunum í fyrra komum við með ótrúlega margar tertur fyrir starfsfólk vökudeildarinnar. Núna langaði okkur að gera eitthvað sem myndi gagnast deildinni.“ Harpa segist ekki vera með miklar kröfur varðandi húfurn- ar, eina sem skiptir máli er að garnið erti ekki. „Þær verða að vera úr 100% bómull og að þola 60 gráðu þvott. En það má prjóna í öllum litum og allar gerðir eru velkomnar.“ Hafdís segist ekki vita með vissu hversu margar húfur hún muni geta afhent en að hún sé virki- lega ánægð með viðtökurnar. „Það er bara byrjun nóvember og ég stefni að því að afhenda á aðfangadag. Svo vonandi get ég komið með góðan poka handa þeim, eða tvo,“ segir Hafdís. - ka Hundruð prjóna fyrir vökudeild ÖFLUGAR MÆÐGUR Hugmyndin að húfunum spratt upp þegar Hafdís dvaldi á vökudeild Barnaspítalans með nýfædda dóttur sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Kiljan er elítu-þáttur þar sem er djúpt tekið á málunum og bækurn- ar gagnrýndar. Þátturinn okkar heitir Segðu mér frá bókinni þinni. Hver rithöfundur hefur sex mínút- ur til að segja frá verkinu sínu og kynna sig,“ segir Ingvi Hrafn Jóns- son, sjónvarpsstjóri ÍNN. Menning- in sem umlykur yfirleitt aðdraganda jólanna verður hafin til vegs og virð- ingar á sjónvarpsstöðinni í nýjum bókmenntaþætti á sunnudögum sem verður stjórnað af fjölmiðlamannin- um góðkunna, Sigurði G. Tómassyni. Sigurður kveðst ætla að lesa bækur rithöfundanna áður en hann tekur viðtöl við þá. „Mér finnst það van- virða við þá að gera það ekki,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. Ingvi, sem var sjálfur nýkominn heim frá Ameríku þegar Fréttablað- ið náði tali af honum, sagði augljós- lega mikla eftirspurn eftir svona þætti miðað við þau viðbrögð sem þeir hefðu fengið. „Við sendum út boð til áttatíu höfunda og ef allir vilja mæta þá verðum bara að fjölga þáttunum en þetta er bara okkar leið til að koma til móts við okkar áhorf- endur,“ segir Ingvi. Hann segir þætt- ina ekki vera kostaða af bókaforlög- unum en þau hafi hins vegar sýnt þessu mikinn áhuga. Þetta verður hins vegar ekki eina menningartengda efnið sem er að hefjast á dagskrá ÍNN. Því nýr tónlistarþáttur lítur dagsins ljós á fimmtudagskvöldum klukkan hálf tíu. Þar munu íslenskir tónlistar- menn og lagahöfundar fá tæki- færi til að kynna sig og sína tón- list. „Þátturinn heitir Rokk og tja, tja, tja. En ég man ekki hvað þáttastjórnandinn heitir, ég hef ekki einu sinni hitt hann enn þá.“ - fgg NÝR MENNINGARVITI Ingvi Hrafn hefur fengið Sigurð G. Tóm- asson til að stjórna bókmenntaþætti á ÍNN sem hefur göngu sína á sunnudaginn. „Mér finnst Serrano voða gott. Ég fæ mér taílenskan burrito. Ég er mjög fastheldin á það og þori aldrei að skipta um.“ Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, Evrópu- meistari í fimleikum. FATAHÖNNUÐIR FRAMTÍÐARINNAR Helga Jóakimsdóttir, Elísa- bet Maren Guðjónsdóttir, María Nielsen og Björg Gunnarsdótt- ir munu allar sýna hönnun sína á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Töff tískusýning í Tjarnarbíói Hrafninn hefur menninguna til flugs ÆÐRI ÖÐRUM L Ö G U M Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er nú fáanleg í kilju. Rit sem allir Íslendingar ættu að þekkja.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.