Fréttablaðið - 10.11.2010, Side 40

Fréttablaðið - 10.11.2010, Side 40
24 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Tónlist ★★★★ Black Box XIII Hljómsveitin XIII hefur verið starfandi í mismunandi myndum síðan 1993. Aðalsprauta hennar allan tímann hefur verið gítar- leikarinn og söngvarinn Hallur Ingólfsson. XIII á að baki þrjár plötur. Salt kom út föstudaginn 13. maí 1994, Serpentyne föstu- daginn 13. október 1995 og Magn- ifico Nova 13. janúar 2002. Fyrstu tvær plöturnar komu út á vegum erlendra fyrirtækja eftir útgáfu hérlendis, en Magnifico Nova var gefin út af franska plötufyrir- tækinu XIIIbis Records. Eftir að franska fyrirtækið hafnaði fjórðu plötunni árið 2005 virtust dagar XIII taldir, en í fyrra fór sveit- in af stað aftur og í maí og júní 2010 hljóðritaði hún nýja plötu, Black Box. Platan Black Box sem hér er til umfjöllunar er samt ekki bara nýja platan, heldur er þetta tvö- faldur geisladiskur sem inniheld- ur 26 lög af öllum fjórum plötum sveitarinnar. Sjö laganna eru ný, en eldri lögin eru endurhljóð- blönduð. Diskarnir tveir koma í innbundinni harðspjaldabók sem rekur sögu sveitarinnar í texta, myndum og úrklippum. Og það er ekki allt. Auk diskanna og bókar- innar fylgja kóðar með sem gera eiganda pakkans kleift að hala niður öllum plötunum í fullri lengd. Tónlist XIII var í byrjun kraft- mikið, goth-litað og þétt ofið gít- arrokk og þó að hún hafi þróast nokkuð og orðið aðeins léttari með árunum hefur grunnurinn haldið sér. Hljómsveitin hefur alltaf lagt mikið í hljóminn og þetta þykka rokksánd er eitt af aðaleinkenn- unum. Áður en Hallur stofnaði XIII var hann trommuleikari í Ham og þessar tvær hljómsveit- ir eiga ýmislegt sameiginlegt. Black Box pakkinn gefur góða mynd af hljómsveitinni og sýnir að tónlist XIII hefur staðist tím- ans tönn og á ekki síður erindi við íslenska rokkáhugamenn í dag heldur en þegar hún kom fyrst fram. Útgáfan sjálf er sérstak- lega glæsileg. Ein flottasta yfir- litsútgáfa sem komið hefur út á Íslandi. Eina spurningin er: Af hverju var hin óútgefna Winter- sun ekki látin fylgja með í pakk- anum? Trausti Júlíusson Niðurstaða: Glæsileg yfirlitsútgáfa sem allir íslenskir rokkhundar ættu að eiga í safninu. Rokk sem stenst tímans tönn Órafmögnuð og mjúk partí „Þetta er orðinn fastur liður og einn af okkar stærstu viðburðum á hverju ári,“ segir Heiðar Aust- mann, dagskrárstjóri FM 957. Hin árlegu Eldhúspartí hefja göngu sína á fimmtudagskvöld á skemmti- og veitingastaðnum Austur. Þar koma fram Friðrik Dór, Blaz Roca, Bjarki og félag- arnir Steindi Jr. og Ásgeir. „Þetta er fyrsta kvöldið af þremur. Við ætlum að fá ýmsa flóru af listamönnum og bjóða upp á ólíkar tónlistarstefnur,“ segir Heiðar. Aðrir sem koma fram næstu fimmtudagskvöld eru Páll Óskar, Dikta, Haffi Haff og Jón Jónsson. Ekki er hægt að kaupa sig inn á Eldhúspartíin en hlustendur geta freistað þess að fá boðsmiða á FM 957. Eldhúspartíin hófu göngu sína um síðustu aldamót og hafa þau flakkað á milli ýmissa staða í gegnum árin. Í fyrra var við- burðurinn haldinn á Sódómu Reykjavík þar sem krafturinn var í fyrirrúmi. Núna verður aftur farið í gömlu, góðu stemn- inguna í líkingu við órafmagn- aða tónleika MTV-stöðvarinn- ar. „Þetta verður berstrípaðra og meira í órafmagnaðri stemn- ingu,“ segir Heiðar. „Við ætlum að reyna að fara í mjúku hlið- ina á þessu en samt hafa rosa gaman.“ Aðspurður segir hann Eld- húspartíin mjög eftirsótt hjá tón- listarmönnum, enda góður vett- vangur til að kynna sig. „Það hefur aldrei verið vandamál hjá okkur að fá fólk til að spila í Eldhúspartíum. Þetta er orð- inn þannig viðburður að hann er með ákveðinn stimpil á sér.“ - fb HEIÐAR AUSTMANN Dagskrárstjóri FM 957 býst við skemmtilegum Eldhús- partíum í nóvember. FRÉTTBLAÐIÐ/STEFÁN Ertu orkulaus? Viltu lifa lífinu lifandi? Súr eða basísk / ur? Hátt eða lágt pH gildi? Fyrirlestur um pH lífsstíl – mikilvægi basískrar næringar Fyrirlesturinn er haldinn á Maður lifandi Borgartúni 24 Fimmtudaginn 11. nóv. kl. 19.00 Fyrirlesarar eru: Hanna Laufey Elísdóttir, Guðrún Helga Rúnarsdóttir næringarráðgjafar og microscopistar Aðgangur kr. 1500 - bara lúxus Sími: 553 2075 STONE 5.45, 8 og 10.15 16 MACHETE 8 og 10.15 16 ÚTI ER ÆVINTÝRI 6 L SOCIAL NETWORK 7.30 og 10 7 AULINN ÉG 3D 6 L BESTA SKEMMTUNIN ÁLFABAKKA KRINGLUNNI EGILSHÖLL AKUREYRI 10 10 10 10 10 10 10 DUE DATE kl. 8 - 10:20 RED kl. 8 - 10:30 ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D M/ ísl. Tali kl. 6 THE SWITCH kl. 5:50 - 8 LEGEND OF THE GUARDIANS-3D ótxt Ensku kl. 5:50 THE TOWN kl. 10:20 ÆVINTÝRI SAMMA-3D ísl. Tali kl. 3.55 og 6.15 DUE DATE kl. 4 - 5.45 - 8 - 8.20 og 10.15 RED kl. 3.45 - 6 - 8.05 og 10.30 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D ísl. Tali kl. 4 ÓRÓI kl. 5,55 THE SWITCH kl. 6 - 10:20 LET ME IN kl. 10,40 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D kl. 6 DUE DATE kl. 8 - 10:10 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 RED kl. 8 - 10:10 10 7 7 16 16 16 16 12 12 12 12 L L L L L L L L L 14.000 gestir ÓRÓI H.S. MBL LET ME IN BRUCE WILLIS, MORGAN FREEMAN, JOHN MALKOV- ICH OG HELEN MIRREN ERU STÓRKOSTLEG Í ÞESSARI ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGU GRÍNMYND HOLLYWOOD REPORTER  EMPIRE ROBERT DOWNEY JR. OG ZACH GALIFIANAKIS EIGA EFTIR AÐ FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI DUE DATE kl. 5:50 - 8 - 10:20 DUE DATE kl. 8 - 10:20 RED kl. 8 - 10:30 ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D M/ ísl. Tali kl. 6 LET ME IN kl. 8 - 10:30 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D M/ ísl. Tali kl. 5:50 ÓRÓI kl. 8 - 10:20 THE TOWN kl. 8 THE TOWN kl. 5:30 FURRY VENGEANCE kl. 6 DINNER FOR SCHMUCKS kl. 10:30 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 HALTU UPP Á AFMÆLIÐ Í BÍÓ SENDIÐ FYRIRSPURNIR Á HOPAR@SAMBIO.IS SÍMI 564 0000 FULLKOMIN GÆÐI 16 16 L 16 16 7 12 L L L SÍMI 462 3500 16 L 16 MACHETE kl. 8 - 10 ÚTI ER ÆVINTÝRI kl. 6 INHALE kl. 8 - 10 SÍMI 530 1919 L 12 16 7 12 L YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER kl. 5.45 - 8 - 10.15 KIDS ARE ALLRIGHT kl. 10 INHALE kl. 6 - 10 SOCIAL NETWORK kl. 9 BRIM kl. 6 - 8 MEÐ HANGANDI HENDI kl. 6 MACHETE kl. 5.40 - 8 - 10.20 MACHETE LÚXUS kl. 5.40 - 8 - 10.20 ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 kl. 3.40 INHALE kl. 6 - 8 - 10.40 TAKERS kl. 10 SOCIAL NETWORK kl. 5.20 - 8 - 10.35 BRIM kl. 4 - 6 EAT PRAY LOVE kl. 8 AULINN ÉG 2D kl. 3.40 AULINN ÉG 3D kl. 3.40 .com/smarabio NÝTT Í BÍÓ! 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.