Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 8
8 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 Hvað heitir íslenska konan sem er ákærð fyrir fjárkúgun í Banda- ríkjunum? 2 Hversu mörg eintök af bókum sínum hefur Arnaldur Indriðason selt á heimsvísu? 3 Hvaða íslensku mjólkurvörur fengu gullverðlaun í norrænni samkeppni í Herning? SVÖR 1. Helga Ingvarsdóttir. 2. Sjö milljónir eintaka. 3. Hleðsla, Skyr.is og Ab-drykkur frá MS. ÞJÓÐIN FUNDAR 2010 Þjóðfundurinn kostaði íslenska skattgreiðendur um 92 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ALÞINGI Þjóðfundurinn sem hald- inn var í Laugardalshöll síðast- liðinn laugardag kostaði 91,7 milljónir króna. Kom þetta fram á fundi allsherjarnefndar Alþing- is á mánudag. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, tók málið upp á þingfundi í gær og sagðist ekki hafa verið að gagnrýna starf fundarins. En tók þó fram að hann hefði ekki slíkt hugmyndaflug til að ímynda sér að einn fundur gæti kostað skatt- greiðendur jafn mikið og raun bar vitni, sérstaklega í ljósi þess mikla niðurskurðar sem væri yfirvofandi. - sv Kostnaðurinn við Þjóðfund: Tæpar hundrað milljónir króna Mundu að panta posa fyrir jólaverslunina! Borgun býður vandaða posa til leigu á hagstæðum kjörum. Hægt er að leigja posa í skemmri tíma, t.d. helgar- og mánaðarleigu. Einfaldir í notkun og uppsetningu Uppsetning á höfuðborgarsvæðinu er ókeypis Seljendur á landsbyggðinni fá posa senda uppsetta endurgjaldslaust Pantaðu posa á borgun.is eða leitaðu frekari upplýsinga í síma 560 1600. HOLLAND, AP Hollenska lögreglan greip nú í vikunni til óvenjulegs ráðs í baráttunni gegn fíkniefnum. Lögreglan sendi samtals 30 þúsund íbúum í Rotterdam og Haag sérstök þefkort, sem eiga að gera þeim kleift að þekkja lyktina af kannabisplöntum. Íbúarnir eru jafnframt kurteis- lega beðnir um að beita þefskyni sínu til að kanna hvort kannabis- rækt sé stunduð í nágrenninu. Þetta er í fyrsta sinn svo vitað sé sem þessi aðferð er notuð í Hol- landi. - gb Hollenska lögreglan: Íbúar beðnir að beita þefskyni EVRÓPUMÁL Fyrstu mánuðirnir af aðildarviðræðum Íslands við Evr- ópusambandið hafa gengið vel, og ekkert óvænt komið upp, segir Timo Summa, sendiherra Evrópu- sambandsins á Íslandi. Hann kynnti fyrstu framvinduskýrslu fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins um Ísland í gær. „Eins og áður hefur komið fram uppfyllir Ísland öll pólitísk skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusamband- ið, en við hvetjum samt til þess að bætt verði úr ákveðnum atriðum og bendum einnig á jákvæða þróun sem orðið hefur í ákveðnum mála- flokkum í skýrslunni,“ segir Summa í samtali við Fréttablaðið. Meðal þess sem bent er á í skýrsl- unni er að styrkja þurfi stjórnsýsl- una, til dæmis hvað varðar opinber innkaup, eftirlit með fjármálageir- anum, tollamál og fleira. Í skýrslu framkvæmdastjórn- arinnar segir að margt af því sem fram komi í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um vankanta á íslenskri stjórnsýslu hafi þegar verið tekið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. Önnur atriði bíði. Summa segir að meðal þess jákvæða sem gerst hafi hér á landi frá hruninu sé breytt fyrirkomu- lag við skipan dómara. Þá hafi að nokkru leyti verið tekið á spillingu í kjölfar bankahrunsins. „Við fögnum þessum aðgerð- um sem stjórnvöld hafa gripið til, en bendum jafnframt á að fylgj- ast verði með því að niðurstað- an verði sú sem stefnt var að með þessum breytingum. Þessu munum við fylgjast vel með í framtíðinni,“ segir Summa. „Ísland er sterkt lýðræðisríki með öflugar stofnanir, en það eru veikleikar sem við sáum í hruninu og hafa komið í ljós eftir hrunið. Við hvetjum til þess að áfram verði unnið að því að laga þá veikleika,“ segir Summa. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins tekur undir með niður- stöðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsmálin hér á landi, segir Summa. Kreppunni sé ekki lokið, ástandið sé vissulega orðið stöðugra en hagvöxtur sé afar mikilvægur til að heimilin í landinu og lítil og með- alstór fyrirtæki nái jafnvægi. Ekki ætti að koma á óvart að lítið nýtt sé í þessari fyrstu árlegu fram- vinduskýrslu, segir Summa. Við- ræðurnar hafi aðeins verið í gangi síðan aðildarumsókn Íslands var samþykkt í febrúar og rýnivinna sem varpi ljósi á það sem þurfi að laga í íslenskum lögum, ætli landið sér að ganga í ESB, sé ekki hafin. Rýnivinnan mun raunar hefj- ast í næstu viku, og standa fram á næsta sumar, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. brjann@frettabladid.is Stjórnvöld styrki stjórnsýslu Fátt kemur á óvart í fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Bæði er bent á jákvæða þróun hér á landi og ýmislegt sem bæta ætti úr. Laga verður veikleika sem komu í ljós í hruninu. FRAMVINDA Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Timo Summa, sendiherra ESB, segir umræðuna hér á landi um Evrópusam- bandið farna að verða málefnalegri en hún var fyrir nokkrum mánuðum. „Við höfum tekið eftir því að nú, þegar sumarfríin eru búin, þá er meira jafnvægi í umræðunni. Fleira fólk lætur skoðun sína í ljós, hvort sem það eru fjölmiðlar, bloggarar, hagsmunasamtök eða óháð félagasamtök,“ segir Summa. „Þetta er góðs viti. Íslendingar eru farnir að þekkja Evrópusambandið betur, byrjaðir að átta sig á því hvað það er og hvað það er ekki, hvað er gott og hvað er slæmt og leggja það á vogarskálarnar. Umræðan er orðin virkari og uppbyggilegri en hún var til dæmis í apríl eða maí eða júní.“ Summa segir eðlilegt í lýðræðisríki að skoðanaágreiningur sé uppi, svo hafi verið í öllum löndum sem rætt hafi verið við. - gb Umræðan orðin málefnalegri LÖGREGLUMÁL Tveir menn, á þrí- tugsaldri, voru í gær úrskurðað- ir í viku langt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þeir eru grunaðir um innbrot og þjófnaði úr heimahúsum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, sem handtók þá í fyrradag. Við húsleit sem gerð var heima hjá mönnunum, sem báðir eru af erlendu bergi brotnir, fannst nokk- urt magn muna sem lögregla telur tengjast innbrotunum sem hún hefur rannsakað að undanförnu. Þar á meðal mátti finna myndavél- ar, skartgripi og fleiri muni. Að sögn Óla Ásgeirs Hermanns- sonar, saksóknarfulltrúa lögreglu- stjórans á Suðurnesjum, bar hand- töku mannanna að með þeim hætti að árvökull borgari tilkynnti um grunsamlegar mannaferðir í Reykjanesbæ. Lögregla hafði áður beint þeim tilmælum til fólks að það léti vita af slíkum tilvikum og kom tilkynningin nú lögreglunni á sporið. Mennirnir hafa dvalist í umdæminu að undanförnu. Þeir hafa báðir komið við sögu lögreglu hér á landi áður og verið staðnir að þjófnaðarbrotum, en beðið er gagna frá heimalandi þeirra um hvort þeir eigi afbrotaferil þar. - jss Tveir grunaðir þjófar teknir á Suðurnesjum og úrskurðaðir í gæsluvarðhald: Með myndavélar og skartgripi LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Handtók mennina tvo í fyrradag. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.