Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 24
 10. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR4 ● bækur Það er ekki öllum gefið að töfra fram dásemdir í eldhúsinu. Sumir kunna ekki einu sinni að sjóða egg! Sem betur fer má ýmislegt læra af góðum bókum. Bókin Þú getur eldað! er kjörin fyrir alla þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í matargerðarlistinni. Höf- undur bókarinnar er Annabel Karmel sem hefur um árabil skrifað um næringu og mataræði barna og hafa bækur hennar komið út víða um heim en nú er fyrr- greind bók komin út í þýðingu Nönnu Rögnvaldar- dóttur. „Þetta er mjög handhæg og sniðug bók fyrir alla byrjendur,“ útskýrir Nanna. „Allar uppskriftirnar eru þannig úr garði gerðar að krakkar geta eldað þær sjálfir – þó að stundum geti verið gott að hafa ein- hvern fullorðinn viðstaddan líka.“ Í bókinni eru skýrar leiðbeiningar með hverri upp- skrift þar sem matreiðsluaðferðinni er lýst skref fyrir skref. „Foreldrar vita stundum ekki hvað þeir geta leyft krökkunum að gera í eldhúsinu, hvernig upp- skriftir henta þeim, en í þessari bók eru alls konar skemmtilegar hugmyndir fyrir krakka og aðra byrjendur til að prófa í eldhúsinu,“ segir Nanna. Í bókinni eru meðal annars leiðbeiningar um hvernig sjóða skal egg, steikja pönnu- kökur, baka brauð, útbúa pestó og pipar- kökur og meira að segja uppskrift að æð- islegum berjaís. Nanna bendir á að oft séu krakkar viljugri að smakka það sem þeir hafa sjálfir gert og þannig getur þeirra eigin matseld hjálpað til við sigrast á mat- vendni. Auk uppskriftanna og skýringar- myndanna er líka að finna upplýsingasíð- ur í bókinni sem auðveldar notendum hennar að þekkja hráefnin og áhöldin sem notuð eru í eldhúsinu sem og leiðbeiningar um hollt mataræði. Í tilefni af útkomu bókarinnar efnir Eymundsson til uppskriftasamkeppni fyrir áhugasama krakka. Þátt- takendur á aldrinum 8-13 ára eru hvattir til að senda inn uppskrift, ásamt ljósmynd af réttinum, á netfang- ið eymundsson@eymundsson.is og eru vegleg verð- laun í boði. Nánari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu Eymundsson. „Allar uppskriftirnar eru þannig úr garði gerðar að krakkar geta eldað þær sjálfir,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir sem þýðir bókina. Í bókinni er að finna skýrar leiðbeiningar með hverri uppskrift þar sem matreiðsluaðferðinni er lýst skref fyrir skref. Handboltahetjan Logi Geirsson er ekki háaldraður maður. Hann er nýorðinn 28 ára en á dögunum kom út bók sem ber undir- titilinn „atvinnumannasaga Loga Geirsson- ar“ og er líkast til fyrsta bindið í bókaflokki um líf hans. Hann hefur í það minnsta komið nógu víða við nú þegar til þess að fylla rúmar 250 síður af afar spennandi efni. Henry Birgir Gunnarsson er höfundur bókarinnar um Loga en í henni má meðal annars lesa um bernskuár hans í Hafnar- firðinum, hvernig hann vann sig út úr feimn- inni og ákvað að verða atvinnumaður í hand- bolta og síðan um sorgir hans og sigra bæði í Þýskalandi og með íslenska handboltalandslið- inu. Smáatvik í leik árið 2007 átti eftir að skipta sköpum fyrir hann og leiðin niður af toppnum var að sögn ísköld. Og Logi lætur allt flakka! Hvort sem það eru spaugilegar frásagnir af glæfraskap og partíum eða einlægar frásagn- ir af því hvernig honum leið þegar hann fékk fyrsta samninginn sinn eða þegar sonur hans fæddist. Bókin 10.10.10, sem kom út 10. október síðastliðinn á afmælisdegi Loga, er afar opin- ská og óvenjuleg þroskasaga sem á ekki síst er- indi við ungt fólk, hvort sem það stundar íþrótt- ir eða ekki. Boðskapur bókarinnar er ekki síst sá gullvægi sannleikur að hugurinn beri mann hálfa leið og með elju og vinnusemi geti allir náð markmiðum sínum. Bókin fyrir strák- ana … og stelpurnar Í bókinni má meðal annars lesa um bernskuár Loga í Hafnarfirði, hvernig hann vann sig út úr feimninni og ákvað að verða atvinnumaður í handbolta. ● Það er fagnaðarefni að nú séu bækur um Múmínálfana fá- anlegar aftur. Á dögunum var bókin Halastjarnan endurútgef- in en von er á kvikmynd byggðri á þeirri sögu á næsta ári. Sög- urnar um fólk- ið og furðuver- urnar í Múm- índalnum, eftir finnska rit- höfundinn og myndskreyt- inn Tove Jans- son, hafa hrifið les- endur um allan heim og eru að- dáendur sagnanna á öllum aldri. Bækur Jansson um múmínálfana komu fyrst út á íslensku fyrir fjór- um áratugum í þýðingu Stein- unnar Briem. Nýja bókin geym- ir nákvæma endurgerð af útgáfu Arnar og Örlygs á Halastjörnunni frá 1971. ● Blaðasnápurinn Tinni er ekki síður kær lesendum frá 7-77 ára. Í vor var byrj- að að endurút- gefa mynda- sögurnar ást- sælu um ævintýri hans og hins orð- ljóta Kolbeins kafteins. Nú eru komnar út alls fjórar bækur: Leyndardómar Einhyrningsins, Skurðgoðið með skarð í eyra, Fjársjóður Rögnvaldar rauða og Krabbinn með gylltu klærnar. Nýja útgáfan er í minna broti en þær eldri og hefur sú nýbreytni mælst misvel fyrir hjá hörðustu aðdáendunum. Innihaldið stend- ur þó ávallt fyrir sínu og það er gaman að rifja upp kynnin af Tinna! ● Aðdáendur myndasagnaflokks- ins Goðheima eru ófáir en bækur þær nutu gríð- arlegra vin- sælda hér á landi á síð- ari hluta síð- ustu aldar og má til sanns vegar færa að margir hafi lært sína nor- rænu goðafræði af þessum róm- uðu bókum danska teiknarans Peters Madsen. Nú hefur verið ákveðið að endurútgefa seríuna vinsælu, vegna fjölda áskorana og er fyrsta bókin, Úlfurinn bundinn, komin út en þar segir af ævintýr- um þrumuguðsins Þórs. ● Strumparnir koma síðan öllum í gott skap. Þessar litlu bláu verur, sem eru í senn afar krúttleg- ar og uppá- tækjasam- ar, hafa tekið sér bólfestu í hérlendum hjörtum og nú eru loks- ins komnar út nýjar bækur um Strump ana, bæði lesbækur og vinnubækur. Sögubækurnar fjalla um Öðruvísistrump og Strympu en þrautabækurnar tvær eru stút- fullar af skemmtilegri dægradvöl. En gætið ykkar þó, Kjartan galdra- karl er aldrei langt undan! NOTALEG NOSTALGÍA Bókin Þú getur eldað inni- heldur fjölda uppskrifa sem henta krökkum og öðrum sem eru að stíga sín fyrstu skref í matargerðarlistinni. Höfundurinn Annabel Karmel hefur um árabil skrifað um næringu og mataræði barna. Vönduð matreiðslubók fyrir börn og byrjendur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.