Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 36
timamot@frettabladid.is Lyfja- og faraldsfræðingurinn Lárus Steinþór Guðmunds- son ver doktorsritgerð sína „Tengsl mígrenis, blóðþrýstings og bólgusvars við dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma“ við Læknadeild Háskóla Íslands á föstudag. Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að fólk á miðjum aldri sem þjáist af mígreni höfuðverkjum ásamt áru deyr frekar vegna hjarta- og æðasjúkdóma en þeir sem ekki þjást af slíkum höfuðverk. Einstaklingar með mígreni án áru eru hins vegar ekki í auk- inni hættu. Ára lýsir sér sem sjóntruflanir, svimi eða dofi fyrir mígrenikast. Niðurstöðurnar byggja á gögnum úr hóprannsókn Hjarta- verndar sem hófst árið 1967. Í henni var 18.725 þátttakend- um af báðum kynjum fylgt eftir að meðaltali í 26 ár eftir að þeir höfðu svarað spurningum um ýmsa þætti tengda hjarta- og æðasjúkdómum. Í rannsókninni voru einnig gerð- ar ýmsar klínískar mælingar eins og blóðþrýstings- og blóð- fitumælingar. Með úrvinnsluaðferðum í faraldsfræði var hægt að meta dánarlíkur tengdar mígreni með og án áru og leiðrétta jafnframt fyrir áhrifum annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma. Við það kom í ljós að mígreni með áru er sjálfstæður áhættuþáttur. Hann er hins vegar mun vægari en þekktir áhættuþættir eins og reykingar, sykur- sýki og háþrýstingur. Ekki fannst samband milli mígrenis og háþrýstings og bólgusvar var ekki hærra meðal einstakl- inga með mígreni samanborið við aðra. En hver er skýringin á þessum tengslum mígrenis með áru við hjarta- og æðasjúkdóma? „Það eru ýmsar kenningar til og sumir hallast að því að skýringuna sé að finna í æða- veggjunum. Fyrri rannsóknir benda til þess að samband sé á milli mígrenis og heilablóðfalls en hingað til hefur það verið meira á reiki hvort það hafi áhrif á hjartað. Okkar nið- urstöður benda til þess að það sé samband á milli mígrenis með áru og bæði heilablóðfalls og kransæðastíflu. Mígren- ið virðist því ekki bara tengt við höfuðið heldur er allt æða- kerfið undir,“ segir Lárus. Hann segir hefðbundnum áhættuþáttum eins og reyking- um, sykursýki og háþrýstingi hægt að stýra og að ýmislegt bendi til þess að það sama eigi við um mígreni. „Það þyrfti hins vegar að rannsaka það frekar hvort ákveðin íhlutun dragi úr líkum á því að fólk sem er með mígreni með áru deyi úr hjarta- og æðasjúkdómum. Það sem við þó vitum er að það er hægt að hafa áhrif á tíðni mígrenikasta með bæði lyfjagjöf og lifnaðarháttum.“ Doktorsvörn Lárusar fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu. Hún er öllum opin og hefst klukkan 10. vera@frettabladid.is LÁRUS GUÐMUNDSSON: VER DOKT- ORSVERKEFNI VIÐ LÆKNADEILD Mígreni tengt hjartasjúkdómum SJÁLFSTÆÐUR ÁHÆTTUÞÁTTUR Mígreni með áru er sjálfstæður áhættu- þáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma en er samt mun vægari en áhættu- þættir eins og reykingar, sykursýki og háþrýstingur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hörður Gunnlaugsson Ölveri 41, Akranesi, varð bráðkvaddur að heimili sínu aðfaranótt föstudags- ins 5. nóvember. Útför hans fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, föstudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Jónína Björg Hilmarsdóttir Hilmar Þór Harðarson Hulda Heiðrún Óladóttir Brynhildur Ásta Harðardóttir Ólafur Brjánn Ketilsson Elín Rut Harðardóttir Katla Mist og Ottó Loki Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Edda Snorradóttir frá Þórshöfn, Núpalind 4, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum Fossvogi 28. október, verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Þorkell Guðfinnsson Snorri Hafsteinn Þorkelsson Björg Skúladóttir Guðfinnur Helgi Þorkelsson Jóhanna Þorkelsdóttir Edda Björg Snorradóttir Elín Salka Snorradóttir Guðrún Helga Guðfinnsdóttir Þorkell Máni Guðfinnsson Okkar bestu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar eiginkonu, móður, ömmu og langömmu okkar, Ingibjargar Tryggvadóttur sem jarðsungin var frá Akureyrarkirkju sl. föstudag 5. nóvember. Hartmann Eymundsson Hannes Hartmannsson Jóhanna Hartmannsdóttir Dóra Hartmannsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Árna Sigurðssonar frá Hjarðarási, við Kópasker. Sigurður Árnason Bryndís Alda Jónsdóttir Ingunn Árnadóttir Sighvatur Arnarsson Helgi Árnason Sigurlína Jóhannesdóttir Daníel Árnason Sigurhanna Sigfúsdóttir Gylfi Árnason Guðrún Vala Elísdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu samúð og hlýhug við fráfall ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Ólafs Feilans Marinóssonar fyrrverandi bryta, Háaleitisbraut 44, Reykjavík. Annalísa Jansen Anna Margrét Ólafsdóttir Pétur Gunnarsson Sigrún Erla Ólafsdóttir Ágúst Birgisson Guðrún Birna Ólafsdóttir Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson Brynjar Marinó Ólafsson Þórný Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir mín, Kristrún Bjarnadóttir Skúlagötu 20, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum 4. nóvember. Útför fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Andrés Sigvaldason. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hilmar Friðrik Guðjónsson Efstalandi 24, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 7. nóvember. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 15. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Hlíðabæjar, dagþjálfun fyrir þá sem þjást af Alzheimersjúkdómnum. Minningarsjóður Hlíðabæjar – sími 5621722 Banki 0336-26-062151 – Kt. 510486-3829. Guðrún Guðmundsdóttir Halldór Gunnar Hilmarsson Sigríður Finnbjörnsdóttir Eysteinn Smári Hilmarsson Irena Dzielak Óskar Árni Hilmarsson María Ragnarsdóttir Emil Hilmarsson Hafdís Svavarsdóttir Björgvin Hilmarsson Satu Rämö Guðný Hilmarsdóttir Jordi Pujola Aldís Hilmarsdóttir Arnar Már Elíasson afabörn og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Sigurðardóttir Hvassaleiti 58, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju fimmtudaginn 11. nóvember næstkomandi kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Samband íslenskra Kristniboðsfélaga. Konráð Ó. Kristinsson Sigurður Konráðsson Kristín Jóhanna Harðardóttir Halldór Konráðsson Þóra Þórhallsdóttir Konráð Konráðsson Bryndís Hinriksdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Stefánsson Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 7. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Ingibjörg Guðleifsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, Borghildur Jakobsdóttir frá Hömrum í Reykholtsdal, síðar búsett í Asparfelli 10, Reykjavík, lést miðvikudaginn 3. nóvember á Landspítalanum í Reykjavík. Útför fer fram frá Reykholtskirkju í Borgarfirði föstudaginn 12. nóvember kl. 14.00. Róbert Hamar Ólafur Svanur Ingimundarson Emma Gísladóttir Sunna Hólm Kristjánsdóttir Brynjar Bjarkason Magnús Jakobsson Valgerður Sigurðardóttir Guðrún Jakobsdóttir Sigurður Hallgrímsson Katrín Jakobsdóttir Guðmundur F. Gunnlaugsson Þorsteinn Pétursson Ólafur Jónsson Ólafur Tryggvason og barnabörn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.