Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 27
bækur ●MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2010 7 „Er eitthvað jólalegra en Arnaldur?“ spyr Kristrún Heiða Hauksdóttir, kynningarstjóri Forlagsins, sem er komin á kaf í krimmana. Hún kemst í jóla- skap 1. nóvember líkt og fleiri sem ekki bíða jólanna heldur byrja að lesa strax. „Það eru forréttindi að mega og þurfa að lesa jólabækurnar snemma,“ segir Kristrún Heiða. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að tæta plast utan af nýjum bókum.“ Þær hafa verið ófáar að undanförnu og þar á meðal eru fjórar nýjar íslenskar spennusög- ur sem koma út á vegum Forlags- ins. „Fyrst má þar nefna hinn ógnar- spennandi Morgunengil eftir Árna Þórarinsson,“ útskýrir Kristrún. „Þar er Einar, blaðamaður á Síð- degisblaðinu, mættur til leiks á ný og ég er ekki ein um þá skoðun að þetta sé besta bók Árna til þessa. Alveg hörkuspennandi en með beittum broddi líka.“ Hún kveðst hlakka til að sjá Einar sjálfan lifna við á sjónvarpsskjánum því unnið er að þáttaröð byggðri á einni af fyrri bókum Árna, Tíma nornar- innar. Bókin Mörg eru ljónsins eyru eftir Þórunni Erlu-Valdimarsdótt- ur er óvenjuleg spennusaga að sögn Kristrúnar. „Ég varð alveg óð í þessa bók. Hún daðrar svo við mann í stílnum og frásögnin er svo lifandi og skemmtileg.“ Þórunn skrifar nútímalegt plott sitt um ástarþríhyrning og blóðugan glæp en baklandið er í sjálfri Laxdælu. „Það skrifar enginn um samskipti kynjanna eins og Þórunn,“ bætir hún við, „þetta er rosalega djúsí saga. Þarna eru Bolli og Kjartan og kvendið Guðrún sem veit ekki hverjum hún er verst – eða best. Algjört lestraræði.“ Það hefur vart farið fram hjá neinum að spennusagan Furðu- strandir eftir Arnald Indriðason er komin út. „Hann klingir inn jólin,“ segir Kristrún sposk. „Það er reglulega gaman að upplifa stemninguna sem skapast í kring- um bækurnar hans Arnaldar. Hann á sér svo marga dygga aðdáendur.“ Sjálf segist hún ekki geta stillt sig um að lesa bækurnar hans strax. „Þessi nýja bók er algjört dúndur, ég fer ekki ofan af því. Erlendur snýr aftur og rannsakar mál aust- ur á fjörðum sem tengist fortíð hans. Þessa verða allir að lesa.“ Fjórða bókin, Martröð mill- anna eftir Óskar Hrafn Þorvalds- son, kemur út 11. nóvember. „Ég má ekkert segja,“ segir Kristrún laumulega. „Þetta er bók sem á eftir að skekja suma – spennusaga um íslenska sturlun og persón- urnar eru sumar býsna kunnug- legar. Þetta er flottasta uppgjörið við góðærið sem ég hef lesið hing- að til.“ Krimmar koma manni í jólaskap Morgunengill er besta bók Árna Þórarinssonar að mati Kristrúnar. „Hún daðrar svo við mann í stílnum og frásögnin er svo lifandi og skemmtileg,“ segir Kristrún um bók Þórunnar Erlu-Valdimarsdóttur, Mörg eru ljónsins eyru. „Þessi nýja bók er algjört dúndur, ég fer ekki ofan af því,“ segir Kristrún um Furðu- strandir eftir Arnald Indriðason. Kristrún á von á því að Martröð millanna eftir Óskar Hrafn Þorvaldsson muni skekja einhverja. ● Sænski glæpatryllirinn Dá- valdurinn er einhver mest selda bók síðari ára í Svíþjóð og ef Stieg Larsson einn er undanskil- inn hefur eng- inn höfund- ur selt þar fleiri bækur en Lars Kepler. Enda linntu sænskir fjölmiðlar ekki látunum fyrr en búið var að komast að því hver sá kappi væri. Í ljós kom að bak við höfundar- nafnið voru rithöfundahjónin Al- exandra og Alexander Ahndoril, sem voru hvort í sínu lagi all- þekktir höfundar margra bóka. Og þau eru nú mesta spútnik- par hinnar norrænu krimmakreð- su. Dávaldurinn er saga sem auð- veldlega heldur vöku fyrir lesend- um og hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda víða um heim. ● Rithöfundurinn Mario Reading er einn helsti sérfræðingur heims í spádómum Nostradamusar. Í bókum sínum hefur hann sett fram nýja túlkun á spádómun- um sem sýnir þá í algjör- lega nýju ljósi. Hann er meðal ann- ars höfund- ur spennu- sögunnar Spádómar Nostradam- usar sem kveikja ætti áhuga lesenda sem hrifnir eru af skrifum Dan Brown og Raymond Khoury. Kenn- ing Readings er sú að Nostrad- amus hafi ekki aðeins verið að segja fyrir um framtíðina og örlög mannkyns, heldur hafi tilgangur hans verið að vara okkur við, spá heimsendi en benda einnig á leið til að breyta gangi sögunnar og afstýra ragnarökum. Bókin hefur verið þýdd á 35 tungumál og klifið metsölulista víða – í Þýska- landi seldust til dæmis 60.000 eintök strax í fyrstu viku. ● Árið 2005 sagði Andrea Busfi- eld upp vinnunni sinni og yfirgaf heimili og fjölskyldu til að byrja nýtt líf í Afganistan. Það reyndist henni afar heilladrjúg ákvörðun því dirfska hennar borgaði sig. Út- gáfurétturinn á fyrstu skáldsögu hennar, sem hún byggir á eigin reynslu af veru sinni í landinu, var seldur á himinháu verði og auk þess keypti BBC útvarps- réttinn. Útgef- andi hennar vonar að saga hennar, Fædd- ur í dimmum skugga, verði jafnvinsæl og aðrar bækur frá þessum heimshluta, til dæmis Flugdreka- hlauparinn eftir Khaled Hosseini og Bóksalinn í Kabúl eftir Asne Seierstad. Í bókinni segir Busfield áhrifamikla sögu Fawads, ellefu ára drengs, sem á sinni stuttu ævi hefur kynnst miklum sorgum. En þrátt fyrir allt þetta heldur hann ávallt í lífsgleðina og sagan er í raun vitnisburður um sigur lífs- viljans. SPENNANDI ÞÝÐINGAR Vinsældir stjörnuskoðunar hafa aukist mjög hérlendis á undanförn- um árum, ekki síst fyrir tilstilli Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnar- ness sem gengist hefur fyrir nám- skeiðum og ýmis konar fræðslu- starfi um stjörnuskoðun. Nú er komin út ný og glæsileg bók í ritröð sem kennd er við „Leið- sögn í máli og myndum“ en í henni er fjallað vítt og breitt um alheim- inn í allri sinni dýrð. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoð- unarfélags Seltjarnarness, segir bókina vera fróðleiksnámu um allt sem viðkemur stjörnufræði. „Þetta er aðgengileg bók um undur alheimsins, skrifuð á mannamáli.“ Bókinni er skipt í þrjá meginhluta. Í inngangi er að finna yfirlit yfir grundvallarhug- tök stjörnufræð- innar sem nýst getur byrjendum jafnt sem lengra komnum. Í kaflanum Vegvísir um alheiminn er síðan fjallað um sólkerfið, vetrarbrautina okkar og þá hluta himingeimsins sem liggja handan hennar. Loks er í þriðja hlutanum, Næturhimninum, veg- vísir um himingeim- inn fyrir áhuga- stjörnufræðinga. Bókina prýða þúsundir ljós- mynda, skýr- ingarmynda og stjörnukorta. Aðalritstjóri bókarinnar er Mart- in Rees en hann er prófessor í heimsfræði og stjarneðlisfræði og rektor við Trinity College í Cambridge-há- skóla á Englandi. Karl Emil Gunn- arsson þýddi. Horft upp í himinhvolfið Fjallað er vítt og breitt um alheiminn í bókinni og hana prýðir fjöldi ljósmynda, korta og skýringarmynda.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.