Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 2010 Ágæti ráðherra. Fyrirhugað-ur niðurskurður á grunnþjón- ustu á sjúkrahúsum á landsbyggð- inni vekur upp áleitnar spurningar. Ljóst er að tillögurnar fela í sér kerfisbreytingu þar sem þungi niðurskurðarins lendir á stofnun- um sem nú standa fyrir u.þ.b. 10% af útgjöldum til heilbrigðismála. Heildarniðurskurðurinn í heil- brigðiskerfinu nemur um 4,7 millj- örðum króna, þar af 3 milljörðum á héraðssjúkrahúsunum. Af þessu leiðir að verkefni verða færð frá héraðssjúkrahúsunum til Landspít- ala - Háskólasjúkrahúss og Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri og reyndar að öllum líkindum til einka- læknastofa í Reykjavík. Með þessum niðurskurði er því verið að ráðast í stórfellda kerfisbreytingu á fyrirkomulagi heilbrigð- isþjónustunnar í landinu sem ekki hefur farið nein skipulögð umræða um. Hvers vegna ráðfærðu starfsmenn ráðuneytisins sig ekki við forsvarsmenn héraðssjúkrahúsanna áður en tillögurnar komu fram. Þeir fengu fyrst að heyra af þeim degi áður en fjár- lagafrumvarpið var lagt fram? Telur ráðherrann þetta skynsam- leg vinnubrögð? Hefur verið reiknað út hvaða kostnaðaraukning verður á LSH og FSA bæði hvað varðar rekstur og stofnkostnað sem leggja verður út í til að geta tekið við auknum verk- efnum? Hefur verið reiknaður út kostnað- ur heilbrigðiskerfisins vegna flutn- ings sjúklinga frá dreifðari byggð- um til Reykjavíkur og Akureyrar? Hefur kostnaður sem leggst á sjúk- linga og aðstandendur þeirra vegna vinnutaps, ferða og dvalar í Reykja- vík og á Akureyri verið metinn? Látið hefur verið í veðri vaka, bæði af læknum á Landspítalanum og stjórnmálamönnum sem tekið hafa undir með þeim, að ástæðu- laust sé að reka litla landspítala úti um allt land þar sem héraðssjúkra- húsin hafi ekki yfir nægilegri fag- þekkingu að ráða og öryggi sjúk- linga þeirra þar með ógnað. Er ráðherrann sammála þessum sjón- armiðum og að þess vegna sé rétt að færa verkefni frá héraðssjúkrahús- unum á Suðurlandi til Landspítal- ans? Er ekki ábyrgðarhluti að grafa undan trausti á héraðssjúkrahúsun- um með þessum hætti og vekja upp tortryggni gagnvart þjónustunni sem þau veita? Með tillögunum mun Landspítal- inn verða umdæmissjúkrahús Sunn- lendinga og taka við og sinna: Öllum sjúklingum sem liggja banaleguna; krabbameinssjúkling- um; öllum almennum lyflæknissjúk- lingum; aðgerðarsjúklingum frá LSH sem verða alla leguna á LSH í stað þess að liggja eftir aðgerð í heimabyggð; öllum sjúklingum með sýkingar sem þurfa innlögn; öllum fæðingum; öllum heimsókn- um mæðra í aðdraganda fæðingar; sængurlegu mæðra sem geta ekki nýtt sér heimaþjónustu ljósmæðra. Er ofantalin þjónusta byggð á tækni og fagþekkingu sem héraðs- sjúkrahúsin á Selfossi, Vestmanna- eyjum og Hornafirði hafa ekki yfir að ráða? Er líklegt að þessi þjón- usta verði ódýrari á Landspítalan- um en á héraðssjúkrahúsunum á Suðurlandi? Í sumar sem leið fengu landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vestur- landi Guðrúnu Bryndísi Karlsdótt- ur verkfræðing til að gera úttekt á skýrslu um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suðvesturhorn- inu sem unnin var að tilhlutan heil- brigðisráðuneytisins sl. vetur. Sam- kvæmt úttekt Guðrúnar Bryn dísar kom m.a. í ljós að sambærileg þjón- usta var allt að tíu sinnum dýrari á Landspítalanum en á smærri sjúkrahúsunum. Ráðuneytinu var send úttektarskýrslan og jafnframt lýst yfir vilja til að ræða efni henn- ar við sérfræðinga ráðuneytisins. Engin svör bárust frá ráðuneytinu. Kann ráðherrann einhverjar skýr- ingar á því? Hver er skýring ráðherrans á því að framlög til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands lækka um 3% á sama tíma og þau lækka um 16-25% til heilbrigðisstofnana í Suðurkjör- dæmi? Bent skal á í þessu sambandi að framlög til HVE, skv. fjárlaga- tillögum, nema um 2.700 milljón- um króna en til HSU um 1.700 millj- ónum þrátt fyrir að íbúar á svæði HVE séu um fjórðungi færri en á starfssvæði HSU. Einnig að töluvert styttra er til Reykjavíkur frá Akra- nesi en frá Selfossi og ekki um fjall- veg að fara. Hefur verið reiknað út hvað aukið álag hjá einkastofum í Reykja- vík, sem leiðir af þess- um breytingum, kostar heilbrigðiskerfið? Nú eru horfur á að Sjúkratrygg- ingar Íslands sem fjár- magna starfsemi einka- stofanna muni fara um 1500 milljónir fram úr heimildum fjárlaga á þessu ári og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Álf- heiður Ingadóttir svar- aði því aðspurð að ekki hefði tekist að fá lækna til að fara að fyrirmælum fjárlaga vegna samninga sem þeir hafa við Sjúkratryggingar. Telur heilbrigðisráðherrann líklegt að árangur við sparnað í rekstri heil- brigðiskerfisins náist með því að auka viðskipti ríkisins við einka- stofur lækna? Að lokum. Er hugsanlegt að þess- ar breytingar séu fyrirhugðar til að réttlæta byggingu hátæknisjúkra- húss í Vatnsmýrinni? Væri ekki rétt áður en lengra er haldið að kanna rækilega hvort þau áform eru skynsamleg og réttlætanleg nú þegar ríkissjóður glímir við mik- inn hallarekstur. Væri ekki nær að nýta þá fjárfestingu betur sem til staðar er á héraðssjúkrahúsunum áður en lagt er út í rándýrar fram- kvæmdir? Með von um greinargóð svör. Opið bréf til heilbrigðisráðherra Heilbrigðismál Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga Er ekki ábyrgðarhluti að grafa und- an trausti á héraðssjúkra- húsunum? WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000N1 VERSLANIR Meira í leiðinni KULDAFATNAÐUR Á HAGSTÆÐU VERÐI VN: 9613 AM576 HÚFA VERÐ: 1.990 KR. VN: 9616 K2 JX6943 KULDAJAKKI VERÐ: 7.990 KR. VN: 9616 K2 BX6023 KULDABUXUR VERÐ: 9.990 KR. VN: 9616 K2 2009 Vattfóðraður KULDAGALLI VERÐ: 14.990 KR. VN: 9621 401751 Merino ull NÆRBOLUR VERÐ: 6.890 KR. VN: 9621 401781 Merino ull NÆRBUXUR VERÐ: 6.790 KR. Málefni aldraðra frá ríki til sveitarfélaga 2012 Ráðstefna á vegum Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu á Grand hótel fimmtudaginn 11. nóvember kl. 13:30 - Er skynsamlegt að flytja málefni aldraðra til sveitarfélaganna? - Hvernig miðar undirbúningi á þessu veigamikla máli aðeins einu ári fyrir flutning? - Er líklegt að aldraðir njóti góðs af þessum flutningi? Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona Setning: Pétur Magnússon, varaformaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu Að lokinni framsögu verða pallborðsumræður AÐGANGUR ÓKEYPIS Guðbjartur Hannesson, félags-, tryggingamála- og heilbrigðisráðherra Berglind Magnúsdóttir, forstöðumaður Heimaþjónustu Reykjavíkur Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Gísli Páll Pálsson, forstjóri Mörk, hjúkrunarheimili Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingiskona Frummælendur: FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.