Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 20
 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR4 Servíettuhringirnir sem Erling Jóhannesson, gullsmiður og leik- ari, hannaði eru stílaðir inn á jólin og ætlunin er að gera nýjan ser- véttuhring með nýju mynstri á hverju ári þannig að hægt sé að safna ólíkum hringum. Erling ríður á vaðið með servéttuhringum með útskornu jólaepla-mynstri. „Undanfarin ár hef ég smíðað nokkur eintök af servéttuhringum til að gefa vinum og ættingjum í jólagjafir. Hringirnir hafa vakið lukku og ég ákvað fyrir þessi jól að taka þetta skrefi lengra og fram- leiða hringina í stærra upplagi,“ segir Erling. Leiklist og gullsmíði fara afar vel saman að sögn Erlings sem menntaði sig sem gullsmiður sex- tán ára gamall, hér heima og úti á Ítalíu. Að því loknu nam Erling leiklist og stofnaði meðal annars Hafnarfjarðarleikhúsið áður en hann svo sneri sér aftur að gull- smíði í þrjú ár og starfaði meðal annars hjá Georg Jensen í Dan- mörku. „ L ei k l i s t er v i n n a m e ð miklu félags- legu áreiti, í hóp, sem er jú mjög gaman, en þá er líka voðalega þægilegt að geta farið út ú r þv í umhverfi i n n á milli og vinna með fingrunum og Rás 1 í útvarpinu. Ég hef alltaf verið svo heppinn að félagi minn, Þórbergur Hall- dórsson, rekur ágætis verkstæði og af því að ég er svona klof- inn í minni vinnu hef ég getað sinnt leiklistinni og fengið að vinna hjá honum verkefni inn á milli.“ Servíettuhringir Erlings eru úr stáli og fást í nokkrum verslunum: Kraumi, Epal, Kokku og Aurum. juliam@frettabladid.is Upphaf á framhaldsseríu Leikarinn og gullsmiðurinn Erling Jóhannesson hefur í nokkur ár gert servíettuhringi fyrir hver jól sem hann laumar í jólapakkann til vandamanna. Í ár kemur hann servíettuhringunum á almennan markað. Hringirnir eru stílhreinir og fallegir, með útskorn- um jólaeplum. Erling Jóhannesson er einna þekktastur fyrir leik sinn á sviði og á hvíta tjaldinu en Erling er einnig menntaður gullsmiður og starfaði meðal annars hjá Georg Jensen í Danmörku í þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HERRA- KULDASKÓR Úrval af herrakuldaskóm úr leðri, fóðruðum með lambsgæru. Stærðir: 41 - 47 Verð: 23.700.- Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Laug. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is H O M E F A S H I O N Sia-vörurnar fást í öllum helstu blóma og gjafavöruverslunum VIÐ BJÓÐUM BETUR SANNKALLAÐ JÓLAVERÐ Á ÖLLUM INNRÉTTINGUM LÁTTU REYNA Á ÞAÐ FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN Meiri Vísir. Elstu heimildir um skreytt tré í heimahúsum á jólum eru frá suðurhluta Þýskalands á 16. öld en ekki eru nema tvö hundruð ár síðan farið var að festa kerti á þessi grenitré. Allra fyrstu jólatrén munu hafa sést á Íslandi í kringum 1850, en þó helst hjá dönskum eða danskmenntuð- um fjölskyldum. www.julli.is/jol

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.