Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 10
10 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . LAUSNIR FYRIR HEIMILI | landsbankinn.is | 410 4000 Við tökum vel á móti þér um land allt. Viðskiptavinum með lán hjá Landsbankanum standa til boða nokkrir kostir til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði sína til skemmri tíma. Léttari greiðslur - til skemmri tíma Fastar greiðslur · Greidd er föst fjárhæð af láninu í allt að 12 mánuði · Fyrir þá sem eru með íbúða- eða fasteignalán Frestun afborgana · Einungis eru greiddir vextir af láni í allt að 12 mánuði · Fyrir þá sem hafa orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu eða ófyrirséðum breytingum á aðstæðum Frestun afborgana og vaxta · Greiðslum af íbúða- eða fasteignalánum er frestað í allt að 12 mánuði · Fyrir þá sem hafa orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu eða ófyrirséðum breytingum á aðstæðum Lækkun yfirdráttar · Skammtímaskuldir í formi yfirdráttar og kreditkortaskuldar eru endurfjármagnaðar á hagstæðari kjörum · Fyrir þá sem vilja losna við skammtímaskuldir E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 2 7 2 Ríkisstjórn kynnti í gær verkefni til að örva atvinnu- líf á Suðurnesjum. Til greina kemur að flytja Landhelgisgæsluna til Keflavíkur og Þróunarfé- lagið verður eflt. Ekkert er ákveðið um stóriðju eða einkasjúkrahús. Sveitar- stjórnarfólk er ánægt með samstarfsvilja stjórnar. Mögulegt er að Landhelgisgæsl- an verði flutt til Keflavíkurflug- vallar á næstunni og Þróunarfé- lag Keflavíkurflugvallar getur stóraukið verkefni sín á næst- unni. Þetta er meðal helstu atriða sem ríkistjórnin kynnti á blaða- mannafundi í Reykjanesbæ í gær. Þar var rætt um hvernig bæta mætti stöðu mála á Suðurnesjum. Hagkvæmnisathugun á flutningi Gæslunnar verður kynnt 1. febrú- ar næstkomandi. Þrátt fyrir að stjórnin gæfi lítið út um stöðu ýmissa atvinnumála sem hafa verið í umræðunni, svo sem álver og kísilverksmiðju í Helguvík, flugstarfsemi ECA og nýtt einkarekið sjúkrahús að Ásbrú, voru ráðherrar og sveit- arstjórnarfólk jákvæð varðandi framhaldið. Aðgerðirnar voru samþykktar á fundi ríkisstjórnar í gær en um morguninn hafði stjórnin fundað með fulltrúum sveitarstjórna. Mikil ólga hefur verið á svæð- inu undanfarið þar sem atvinnu- leysi er hvergi meira en einmitt þar. Heimamenn hafa því þrýst á stjórnvöld að taka af skarið, sér- staklega í atvinnumálum. Meðal annarra verkefna sem kynnt voru til sögunnar voru að stofnað verður til samráðsvett- vangs ríkisstjórnar og sveitarfé- laga til að vinna að málum svæð- i sins, stutt verði við klasaverkefni á sviði líforku, sveitarfélögin hafi með sér samstarf í félagsmálum og umboðsmaður skuldara opni útibú á Suðurnesjum. Þá verður einnig stutt við menntunarverk- efni á svæðinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra sagði að dregin hefði verið upp glögg mynd af stöðu Suðurnesja. „Staðan á þessu svæði er með þeim hætti að atvinnumál þarf að taka mjög föstum tökum,“ sagði Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra tók undir þau orð og boðaði meðal annars breytingu á skattalögum til að greiða fyrir framgangi gagnavers að Ásbrú og auknum fjárveitingum til Þróun- arfélags Keflavíkurflugvallar til að flýta verklegum framkvæmd- um við húsakost á svæðinu. Steingrímur bætti því við að þar myndi fjölgun starfa fyrst koma í ljós. „Strax í vetur ætti það að geta skilað störfum fyrir iðnaðarmenn og fleiri.“ Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði í lok fundar að hann væri ánægður með vilja stjórnarinnar til að vinna með sveitarfélögunum. „Það er meira virði heldur en að telja upp hversu mörg störf komi út úr einstaka verkefnum á þessari stundu. Við erum saman á þessu skipi og erum vonandi að róa í sömu átt.“ Boða aukna samvinnu í atvinnumálum Á SAMA BÁTI Ríkisstjórnin kynnti í gær fjölmargar aðgerðir til hagsbóta fyrir Suðurnesjamenn. Meðal annars er íhugað að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar til Keflavíkurflugvallar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Að myndaður verði formlegur samráðsvett- vangur stjórnvalda ríkisins og sveitarfélaga á svæðinu um atvinnu-, mennta- og velferðarmál. 2. Að skoðaðir verði vandlega kostir þess að flytja starfsemi Landhelgisgæslu Íslands á öryggisvæðið við Keflavíkurflugvöll. 3. Að lagt verði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt sem geri samkeppnisstöðu gagnavera hér á landi samkeppnisfæra við gagnaver í löndum innan ESB. 4. Að veita Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar 250 milljónir aukalega til að hraða fram- kvæmdum og auka nú þegar möguleika til frekari atvinnuuppbyggingar á þróunar- svæðinu. 5. Að hrundið verði af stað kynningar- og markaðsátaki á ónotuðum fasteignum Þróunarfélagsins á varnarsvæðinu. 6. Að Þróunarfélaginu verði falið að setja á stofn Hersetusafn á gamla varnarsvæðinu í einu af fjölmörgum húsum félagsins. 7. Að unnið verði með starfshópi um atvinnumál á Suðurnesjum sem iðnað- arráðherra hefur skipað og ný verkefni verði lögð fyrir starfshópinn sem rýnir þau og metur. Jafnframt muni starfshópurinn vinna nýjar tillögur í samstarfi við heima- menn og leggja fyrir ráðherra og stofnanir. 8. Að stutt verði við verkefni sem Nýsköp- unarmiðstöð hefur verið falið að hefja undirbúning að um klasasamstarf á sviði líforku sem tengist jarðvarmaverum á Reykjanesi. 9. Að hámarkstímabil greiðslu bóta úr Atvinnuleysistryggingasjóði verði lengt tímabundið úr þremur árum í fjögur ár. 10. Ríkisstjórnin leggi fram fjármagn til að ráðinn verði starfsmaður/verkefnisstjóri sem haldi utan um formlegt samstarf sveit- arfélaga um velferðarmál á Suðurnesjum. 11. Umboðsmaður skuldara fái aðstöðu á Suðurnesjum og taki þar á móti fólki sem þarf á þjónustu embættisins að halda. Til að byrja með þarf að setja tvo starfsmenn í verkið þar sem nauðungarsölur eru hlut- fallslega mjög margar á Suðurnesjum m.a. tífalt fleiri en á höfuðborgarsvæðinu. 12. Rekstrargrundvöllur menntastofnana á Suðurnesjum verði tryggður og samstarf þeirra styrkt með sérstakri fjárveitingu. 13. Fisktækniskóla Íslands verði tryggt eitt stöðugildi. Aðgerðir ríkisstjórnar fyrir Suðurnes FRÉTTASKÝRING: Ríkisstjórnin kemur til móts við Suðurnesjamenn Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.