Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 28
 10. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR Forlag með sál Hrefna Rósa Sætran var ung að árum þegar hún var komin í landslið Íslands í matreiðslu og orðinn eigandi að einum vinsælasta veitingastað Reykja- víkur, Fiskmarkaðnum. Nýverið kom út samnefnd bók eftir hana hjá Sölku þar sem hún deilir með okkur leyndarmálum sínum og einfaldar uppáhaldsuppskrift- irnar fyrir sælkerana sem vilja kalla fram hið ferska, fram- andi og ógleymanlega bragð sem réttir Hrefnu eru þekkt- ir fyrir. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í eldhúsinu? „Mér finnst að sjálfsögðu gaman að matreiða alls kyns mat; en ég er sérstaklega hrifin af sushi. Þar er unnið með fáar bragðtegundir og allt þarf að vera fullkomið til að útkoman verði góð.“ Hvernig valdirðu réttina í bókina þína? „Réttirnir þar endurspegla úrvalið á sjálfum veit- ingastaðnum en þeir eru aðgengilegri, bæði hvað varðar hráefni og tækjakost. Fyrst af öllu ákvað ég að setja mér það mark- mið að hafa matinn sem allra fer- skastan. Ég var mikið búin að fást við fusion-matargerð þar sem allt er leyfilegt og ýmsum fæðutegundum og kryddum blandað saman. Ég reyni allt- af að ná fram því besta í hráefninu. Auk ferskleikans vildi ég líka leggja áherslu á að blanda íslensku og asísku hráefni saman og elda það á minn hátt.“ Er önnur bók á leiðinni? „Já, já, ég er að bralla ýmislegt með Sölku. Fljótlega eftir áramót kemur Fiskmarkaðurinn út á ensku og svo er margt skemmtilegt í farveginum sem enn er leyndarmál …“ Ferskt, framandi og ógleymanlegt Bókaforlagið Salka er tíu ára um þessar mundir. Hildur Her- móðsdóttir, stofnandi Sölku, lítur yfir ferilinn. Datt þér í hug fyrir tíu árum að Salka hefði þá stöðu sem hún hefur á íslenskum bókamarkaði í dag tíu árum síðar? „Jú, veistu, ég hugsaði alltaf hátt. Ég hafði lengi unnið við bókaútgáfu og taldi mig kunna til verka. Svo er ég þannig gerð að það þarf mikið til að ég gefist upp. Þó að stundum hafi gefið á bátinn hjá Sölku hefur alltaf tekist að ná landi og smátt og smátt höfum við stækkað kænuna. Með mínu góða fólki stefni ég á skuttogara. Fyrsta ár Sölku vorum við tvær og gáfum út tíu bækur. Nú erum við átta starfsmenn og gefum út rúmlega 40 titla í ár.“ Þið hafið lagt áherslu á bækur um og eftir konur. Hvernig hefur það mælst fyrir? „Það hefur mælst mjög vel fyrir, kvennabækurnar okkar eru mjög vinsælar, þar verð ég sérstaklega að nefna dagatalsbókina Konur eiga orðið, sem á breiða skírskotun til kvenna á öllum aldri. Í ár erum við með fjórar þýddar bækur eftir konur sem náð hafa gríðarlegum vinsældum, hér sem erlendis, Lofuð eftir Elizabeth Gilbert er nýkomin út og fylgir eftir bókinni hennar sí- vinsælu, Borða, biðja, elska. Þetta eru bækur sem allar konur hrein- lega verða að lesa. Sama má segja um bók sem kom út í gær og heit- ir Eyru Busters eftir sænska met- söluhöfundinn Maríu Ernestam. Það sem mér ber, eftir norska saka- málahöfundinn Anne Holt, var lengi í fyrsta sæti metsölulista í sumar og framhald af henni kemur út eftir áramót. Ekki megum við gleyma ís- lensku spennusögunni Hlustaran- um eftir Ingibjörgu Hjartardóttur sem nú er verið að endurprenta en nýlega seldum við útgáfuréttinn á henni til Þýskalands.“ Hefur Salka komið með einhverj- ar nýjungar inn á íslenskan bóka- markað? „Ég tel að Salka hafi komið með ferskan andblæ inn á karlmiðað- an bókamarkað og aðra nálgun. En auðvitað haldast slíkar breyting- ar í hendur við tíðarandann. Meðal fyrstu stórvirkja sem Salka gaf út var bókin Já, ég þori, get og vil eftir Hildi Hákonardóttur, hana gáfum við út til að minnast þess að þrjátíu ár voru liðin frá kvennafrídeginum mikla. Við höfum gefið út fjölmarg- ar sjálfsræktarbækur sem ekki voru margar á árum áður en eru nú gríðarlega vinsælar og við höfum oft á tíðum haldið námskeið tengd bókunum okkar. Þannig náum við persónulegum tengslum við mark- hópinn okkar og fáum beint í æð hvað hann vill. Við höfum líka verið duglegar að gefa út íslenskar hand- bækur til að mæta þörfum minni- hlutahópa, þar má nefna bækur um einelti, átröskun, ættleiðingar og nú erum við að undirbúa bók um ófrjó- semi.“ Hvað ber hæst í útgáfunni á af- mælisárinu? „Flaggskipið okkar í ár er tví- mælalaust Foreldrahandbókin eftir Þóru Sigurðardóttur, fróðleiks- brunnur og reynslusögur fyrir alla foreldra og ætti í rauninni að fylgja hverju barni. En ég verð líka að nefna stórvirkið Andlit – íslensk- ir listamenn, ljósmyndabók eftir Jónatan Grétarsson sem er vænt- anleg í lok mánaðarins. Meðal mik- ilvægra tíðinda á afmælisárinu er líka árangurinn sem við höfum náð með bók Auðar Övu Ólafsdóttur, Afleggjarann, en okkur hefur tek- ist að selja hana til fimm landa og fjögur lönd í viðbót bíða eftir svari. Það er ótalmargt fleira spennandi sem við höfum gefið út í ár og á teikniborðinu er fjölmargt, bæði bækur og útgáfa erlendis, enda er eitt af kjörorðum okkar „hið hugs- anlega er mögulegt“. Stefnir á skuttogara „Fyrsta ár Sölku vorum við tvær og gáfum út tíu bækur. Nú erum við átta starfsmenn og gefum út rúmlega 40 titla í ár,“ segir Hildur Hermóðsdóttir, stofnandi Sölku, stolt á tíu ára afmælinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í bókinni Fiskmarkaðnum deilir Hrefna Sætran leyndarmálum sínum úr eldhúsi Fiskmarkaðarins með lesendum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.